Langi Seli & Skuggarnir á Café Rosenberg

Afmælisbörn 30. apríl 2015

Í dag er eitt afmælisbarn hjá Glatkistunni: Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, lagasmiður og hljómsveitastjóri fæddist á þessum degi 1919. Guðjón hóf sinn feril reyndar sem söngvari en starfrækti síðar harmonikkusveitir undir eigin nafni og fjölmargar plötur komu út með harmonikkuleik hans, hann samdi jafnframt lög sem m.a. unnu til verðlauna í dægurlagakeppnum SKT á árum áður.…

Afmælisbörn 29. apríl 2015

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er 61 árs gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari, hefur gefið…

Afmælisbörn 28. apríl 2015

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er 63 ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker, Tatarar, Ástarkveðja,…

Afmælisbörn 26. apríl 2015

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er 65 ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar stutt í.…

Afmælisbörn 25. apríl 2015

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er 46 ára í dag en hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum um árabil en einnig leikið á gítar í nokkrum Skagatengdum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna…

Afmælisbörn 24. apríl 2015

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er 55 ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áður í hljómsveitum eins og Ljósunum í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Dodda og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar, Stjórninni, Tívolí…

Afmælisbörn 23. apríl 2015

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er 57 ára. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmenn á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk, Frostbite, Steindóri Andersen, Fan Houtens…

Afmælisbörn 22. apríl 2015

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis á 59 ára afmæli en hann er klárlega þekktastur fyrir lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að hasla sér völl sem rithöfundur. Matthías…

Steinunn Birna Ragnarsdóttir ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar

Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar í vor. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er píanóleikari að mennt. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum…

Afmælisbörn 19. apríl 2015

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er 57 ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og hefur gegnt því starfi síðan. Steinunn Birna hefur gefið út plötur ein og í samstarfi við aðra hljóðfæraleikara, leikið…

Mood á BAR 11

Eftir langt hlé kemur blúshljómsveitin Mood saman á BAR 11 Hverfisgötu 18, laugardagskvöldið 18. apríl klukkan 22:00. Sveitina skipa: Beggi Smári söngvari og gítarleikari Friðrik G. Júlíusson trommuleikari Ingi S. Skúlason bassaleikari Tómas Jónsson hljómborðsleikari  

Afmælisbörn dagsins 17. apríl 2015

Afmælisbarn dagsins er í þekktari kantinum: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er 54 ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur er hann þó fyrir framlag sitt sem…

Afmælisbörn 16. apríl 2015

Eitt afmælisbarn er í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er 64 ára. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe lónlí blú bojs,…

Viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Nokkru af nýju efni hefur nú verið bætt inn í gagnagrunn Glatkistunnar í kvöld. Það er einkum að finna í Ö, R og Y en einnig hefur bókstafurinn Ý loksins fengið efni sem vert er að skoða. Alls er um að ræða um það bil fimmtíu nýja flytjendur (og annað) sem birtist að þessu sinni. Meðal þekktra…

Öpp jors (1986-94)

Tvíeykið Öpp jors starfaði og gaf út þrjár snældur á sínum tíma og marka upphaf ferils Barða Jóhannssonar, síðar kenndan við Bang Gang og Lady & bird. Öpp jors var stofnuð 1986 af þeim Barða Jóhannssyni og Lárusi Magnússyni en þeir voru þá á barnsaldri, reyndar eru heimildir eitthvað misvísandi um hvenær sveitin var stofnuð.…

Öpp jors – Efni á plötum

Öpp jors – Mongólían Bóbó [snælda] Útgefandi: Öpp jors records Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1990 1. Ræða 2. Eiki‘s song 3. Jói Gumma 4. Vasapening 5. Túrbó-Death 6. Út í bláinn 7. Barði‘s bullshit 8. Jói Gumma (kántrý mix) 9. Eiki‘s sóló 10. Eiki‘s song (kántrý mix) 11. Barði‘s blús 12. ????? Flytjendur: Barði…

Örkin hans Nóa (1993-95)

Sveitaballabandið Örkin hans Nóa var áberandi í Hvaðeraðgerast-dálkum dagblaðanna á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en sveitin spilaði mikið á því tímabili. Örkin var stofnuð í ársbyrjun 1993 og varð fljótlega tíður gestur á dansstöðum bæjarins og á pöbbum landsbyggðarinnar. Sveitin keyrði á ballöðu sem var á safnplötunni Landvættarokk sem kom út um sumarið og…

Örlög (1971)

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971. Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ…

Örvar Kristjánsson – Efni á plötum

Örvar Kristjánsson – Örvar Kristjánsson Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 06 Ár: 1972 1. Fyrstu skrefin 2. Valsasyrpa 3. Í þorskastríði 4. Dansað á strætinu 5. Fiskimannaslóð frá Capri 6. Marsúki 7. Á landstíminu 8. Síkáti koparsmiðurinn 9. Spánskar nætur 10. Sunnan sex 11. Tyrol polki 12. Skottís Flytjendur: Örvar Kristjánsson – harmonikka Gunnar Tryggvason –…

Örvar Kristjánsson (1937-2014)

Örvar Kristjánsson er einn allra þekktasti harmonikkuleikari íslenskrar tónlistarsögu, og klárlega sá afkastamesti þegar kemur að plötuútgáfu en eftir hann liggja fjölmargar harmonikkuplötur. Örvar fæddist 1937 í Reykjavík en bjó öll bernskuárin í Hornafirði hjá fósturforeldrum, hann fékk snemma áhuga á tónlist og var farinn að prófa sig áfram með harmonikku bróður síns sjö og átta ára…

Örvarseplin (1988)

Örvarseplin voru harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson og synir hans þrír, poppararnir Grétar (Stjórnin o.fl.), Karl (Stuðkompaníið, Eldfuglinn o.fl.) og Atli (Sálin hans Jóns míns, SSól o.fl.), sem komu í nokkur skipti fram sumarið og síðla árs 1988 á Akureyri. Örvar var þá með harmonikkuna en ekki liggur fyrir hvaða hlutverk synirnir þrír höfðu í sveitinni.

Öræfasveitin (1990)

Allar upplýsingar eru vel þegnar varðandi hljómsveitina Öræfasveitina, sögu hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan, en hún var að líkindum skammlíf reykvísk sveit, starfandi 1990.

Yellowbellies (1996)

Um hljómsveitina Yellowbellies frá Akureyri finnast ekki miklar upplýsingar. Þó liggur fyrir að sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Þar voru meðlimir sveitarinnar þeir Davíð Þór Helgason bassaleikari, Sverrir Snorrason trommuleikari og Andri Þór Magnússon söngvari og gítarleikari. Árni Gunnarsson söng bakraddir í laginu á safnplötunni en ekki er…

Yesminis pestis (1987-90)

Yesminis pestis var rokksveit í Reykjavík á árunum 1987-90. Sveitin var nokkuð öflug í spilamennsku á sínum tíma og tvö lög með henni komu út á safnsnældunni Snarl II: Veröldin er veimiltíta! (1987). Meðlimir sveitarinnar voru Hafliði Ragnarsson trommuleikari, Ingólfur Haraldsson söngvari [?], Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Ólafur Böðvar Helgason bassaleikari Yesminis pestis var endurreist…

Yfir strikið (1996-98)

Ballsveitin Yfir strikið fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og nágrennis á því þriggja ára tímabili sem hún starfaði. Fyrstu heimildir um Yfir strikið er að finna frá því um sumarið 1996 og í beinu framhaldi lék hún nánast um hverja helgi þar til yfir lauk. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas Malmberg söngvari, Árni Björsson bassaleikari, Sigurður…

Yggdrasill [1] (um 1990)

Hljómsveitin Yggdrasill var starfandi á Akranesi um eða fyrir 1990. Anna Halldórsdóttir mun hafa verið í þessari hljómsveit, sem var að öllum líkindum starfrækt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Skaganum. Allar upplýsingar eru vel þegnar.  

Ingvi Steinn Sigtryggsson (1953-)

Það hefur ekki farið mikið fyrir söngvaranum og hljómborðsleikaranum Ingva Steini Sigtryggssyni frá Keflavík hin síðari ár en á áttunda áratug liðinnar aldar kom hann við í ýmsum hljómsveitum á suðvesturhorninu. Ingvi Steinn (oft ranglega nefndur Yngvi Steinn) lék með hljómsveitum á borð við Ábót, Freeport, Deildarbungubræðrum, Bóluhjálmum, Sheriff, Dínamít, Júbó og Júdas (sem hann…

Ingvi Steinn Sigtryggsson – Efni á plötum

Ingvi Steinn – Flakkarasöngurinn [ep] Útgefandi: Kristal Músík Útgáfunúmer: KM-1 Ár: 1973 1. Flakkarasöngurinn 2. Your beauty shades the dawn Flytjendur: Ingvi Steinn Sigtryggsson – söngur og píanó Magnús Þór Sigmundsson – gítar Jóhann Helgason – bassi Björgvin Halldórsson – raddir Karl J. Sighvatsson – hljómborð Arnar Sigurbjörnsson – gítar Ragnar Sigurjónsson – trommur

Yoga (1967-68)

Yoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla…

Yogurt (1995)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Yogurt frá Akranesi en hún starfaði sumarið 1995, þá hitaði hljómsveitin upp á sveitaballi fyrir Stjórnina. Allar upplýsingar um Yogurt eru vel þegnar.

The Young sailors (um 1985)

Pönksveitin The Young Sailors starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, líklega 1985. Kolbeinn Óttarsson Proppé trommuleikari var einn þeirra sem skipaði þessa sveit en um aðra meðlimi er ekki vitað. Ekki er þó ólíklegt að Þórhallur Gauti Sigurðsson hafi verið einn þeirra Young sailors.

Ys (1983)

Hljómsveitin Ys úr Kópavogi var skipuð þeim Steini Skaptasyni og Birgi Baldurssyni og starfaði 1983. Hugsanlega voru fleiri í þessari sveit en engar upplýsingar finnast um það eða né um líftíma hennar.

Yukatan (1991-94)

Reykvíska hljómsveitin Yukatan er ein þeirra sveita sem sigrað hafa Músíktilraunir án þess að sveitarinnar biði beinlínis frægð og frami í kjölfarið. Sveitin náði þó að gefa út efni sem er meira en margar aðrar sveitir í svipaðri stöðu náðu að gera. Yukatan var stofnuð síðla sumars 1991 í Breiðholti og Árbænum og var alla…

Yukatan – Efni á plötum

Yukatan – Safnar guðum (safnar frímerkjum) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 34 CD Ár: 1993 1. Baby 2. Collector 3. House 4. Manson 5. Ljótt að reykja 6. Nornirnar 7. Tunnels 8. Acht Flytjendur: Birkir Björnsson – bassi Ólafur Björn Ólafsson – trommur Reynir Baldursson – söngur og gítar Yukatan – Yukatan [snælda] Útgefandi: Bubble records Útgáfunúmer:…

Ýktir (1995-96)

Líftími hljómsveitarinnar Ýktra var ekki langur, spannaði einungis um tíu mánuði, og markaði sveitin engin spor í íslenskri tónlistarsögu þótt eflaust hefur verið stuð á böllum hennar. Ýktir voru stofnaðir í desember 1995 og var sveitin tríó allan tímann sem hún starfaði. Meðlimir tríósins voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og kassagítarleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari og…

Ýmir [1] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ýmir, hljómplötuútgáfufyrirtæki Gunnars Þórðarsonar starfaði um þriggja ára skeið og gaf út nokkrar af þekktustu plötum samtímans. Þegar ósætti Gunnars og Rúnars Júlíussonar félaga hans í útgáfufyrirtækinu Hljómum (samnefnt hljómsveit þeirra) varð til þess að þeir stofnuðu sína hvora plötuútgáfuna árið 1976, varð plötuútgáfan Ýmir til. Fyrirtæki Rúnar hlaut nafnið Geimsteinn og lifir enn. Fyrsta…

Ýr (1973-78)

Ísfirska hljómsveitin Ýr varð ein fyrst rokksveita af landsbyggðinni til að gefa út plötu en þekktust er hún líklega fyrir framlag sitt, Kanínuna, sem Sálin hans Jóns míns gerði síðar sígilt. Ýr var stofnuð á Ísafirði haustið 1973 og voru stofnmeðlimir sveitarinnar Hálfdan Hauksson bassaleikari (B G & Ingibjörg), Guðmundur Þórðarson gítarleikari, Rafn Jónsson (Rabbi)…

Ýr – Efni á plötum

Ýr – Ýr er skýr / Ýr var það heillin Útgefandi: ÁÁ records / R&R Músík Útgáfunúmer: ÁÁ 030 / R&R músík 9607 Ár: 1975 / 1996 1. Kanínan 2. Upp fjallið 3. Óður ellibelgsins 4. Kántrívísur 5. Stálfjörður 6. Lífið er svo létt 7. Maríuhænan 8. Harmsaga æfi minnar 9. Flóra og Laddi 10. Togum í…

Raddbandið [2] (1985-86)

Sönghópur úr Söngskólanum í Reykjavíkur kom í nokkur skipti fram á skemmtunum árið 1985 og 86, undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þennan sönghóp en sennilegt er að einhverjir þekktir söngvarar séu þar á meðal. Allar upplýsingar þar af lútandi eru því vel þegnar, sem og aðrar upplýsingar um Raddbandið.

Raddbandið [3] (1986-87)

Sönghópurinn Raddbandið var söngkvartett starfandi norðan heiða um miðbik níunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Raddbandið var stofnað á Akureyri haustið 1986 og voru meðlimir þess læknarnir og nafnarnir Ásgeir Bragason og Ásgeir Böðvarsson, og tónlistarkennararnir Jón Hlöðver Áskelsson og Michael Jón Clarke. Komu þeir fram við ýmis tækifæri á Akureyri veturinn 1986-87. Um haustið 1987 fóru…

Raddbandið [4] (1987-97)

Enn einn sönghópurinn undir nafninu Raddbandið kom fram á sjónarsviðið eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar, og er líklega frægastur þeirra kvartetta sem borið hefur þetta nafn. Raddbandið var stofnað af nokkrum nemendum Verzlunarskóla Íslands árið 1987. Í fyrstu var um að ræða tríó þeirra Páls Ásgeirs Davíðssonar bassa, Hafsteins Hafsteinssonar tenórs og Árna Jóns…

Ragnar Björnsson (1926-98)

Ragnar Björnsson orgelleikari og kórstjórnandi kom víða við á tónlistarferli sínum, og eftir liggja plötur sem hafa að geyma orgelleik hans með verkum úr ýmsum áttum. Ragnar fæddist 1926 að Torfustaðahúsum í Húnavatnssýslu en fjölskylda hans fluttist fljótlega að Hvammstanga þar sem eiginlegt tónlistarlegt uppeldi hans hófst, fyrst hjá föður sínum sem var organisti á…

Ragnar Björnsson – Efni á plötum

Ragnar Björnsson – Íslensk orgeltónlist: Ragnar Björnsson leikur á orgel Kristskirkju Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-4 Ár: 1984 1. Introduction & passacaglia 2. Preludia, kórall & fúga 3. Six chorale preludes to Icelandic hymns: Forspil að sálmi sem aldrei var sunginn / Himna rós, leið og ljós / Jesú mín morgunstjarna / Guði sé lof,…

Rain [1] (1967-68)

Bítlasveitin Rain starfaði í Reykjavík í ríflega ár, síðari part sjöunda áratugarins áður en hún lagði upp laupana. Rain var stofnuð í ágúst 1967 og var sveitin skipuð fjórum meðlimum en aðeins nafn eins þeirra er þekkt, það var Einar Vilberg Hjartarson gítarleikari, sem síðar átti eftir að vekja athygli fyrir lagasmíðar sínar og plötur.…

Randver (1974-79)

Hljómsveitin Randver naut vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar fyrir skemmtilega texta við lög úr ýmsum áttum. Sveitin var afkastamikil á þeim fimm árum sem hún starfaði og gaf á þeim tíma út þrjár plötur en hvarf að því búnu jafn snögglega og hún birtist upphaflega, í lok áratugarins. Tilurð og langur líftími Randvers var…

Randver – Efni á plötum

Randver – Randver Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 011 Ár: 1975 1. Flakkarinn 2. Blekking æskudraumanna 3. Ungmeyja varast þú aldraðan mann 4. Skákóða konan 5. Makalausu hjúin 6. Ofurmennið Randver 7. Sagan okkar 8. Þorravísur 9. Æviraunir 10. Hryllingssaga 11. Fimm svallnætur 12. Sorgarsaga Flytjendur:  Ellert Borgar Þorvaldsson – söngur, raddir og tambúrína Guðmundur Sveinsson…

Rangárbræður (um 1975-)

Rangárbræður voru og eru þekktir söngmenn norðan heiða og einkum í Þingeyjasýslum, þeir gáfu út plötu 1986 og koma reglulega fram ennþá. Þeir bræður, Baldur (f. 1948) og Baldvin Kristinn Baldvinssynir (f. 1950) voru frá bænum Rangá í Köldukinn í Suður-Þingeyjasýslu. Mikið var sungið á þeirra æskuheimili og út hafði komið sex laga plata með…

Rangárbræður – Efni á plötum

Rangárbræður – Rangárbræður Útgefandi: Rangárbræður Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Til sönggyðjunnar 2. Rósin 3. Til Önnu 4. Nú sefur jörðin 5. Gras 6. Bí bí og blaka 7. Geng ég fram á gnípu 8. Hlíðin mín fríða 9. Hríslan og lækurinn 10. Myndin þín 11. Á vegamótum 12. Kvöldklukkan: þýskt þjóðlag 13. Hvíslandi…