Raddbandið [3] (1986-87)

Raddbandið [3]

Raddbandið frá Akureyri

Sönghópurinn Raddbandið var söngkvartett starfandi norðan heiða um miðbik níunda áratugar tuttugustu aldarinnar.

Raddbandið var stofnað á Akureyri haustið 1986 og voru meðlimir þess læknarnir og nafnarnir Ásgeir Bragason og Ásgeir Böðvarsson, og tónlistarkennararnir Jón Hlöðver Áskelsson og Michael Jón Clarke.

Komu þeir fram við ýmis tækifæri á Akureyri veturinn 1986-87. Um haustið 1987 fóru læknarnir tveir í framhaldsnám erlendis og var þá söngævintýrinu sjálfkrafa hætt en Margrét Bóasdóttir mun hafa sungið með þeim félögum síðustu mánuðina.

Raddbandið söng efni frá ýmsum tímum, og var reyndar talað um fimm hundruð ára tímbil í því samhengi.