Raddbandið [2] (1985-86)

Sönghópur úr Söngskólanum í Reykjavíkur kom í nokkur skipti fram á skemmtunum árið 1985 og 86, undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þennan sönghóp en sennilegt er að einhverjir þekktir söngvarar séu þar á meðal. Allar upplýsingar þar af lútandi eru því vel þegnar, sem og aðrar upplýsingar um Raddbandið.

Raddbandið [3] (1986-87)

Sönghópurinn Raddbandið var söngkvartett starfandi norðan heiða um miðbik níunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Raddbandið var stofnað á Akureyri haustið 1986 og voru meðlimir þess læknarnir og nafnarnir Ásgeir Bragason og Ásgeir Böðvarsson, og tónlistarkennararnir Jón Hlöðver Áskelsson og Michael Jón Clarke. Komu þeir fram við ýmis tækifæri á Akureyri veturinn 1986-87. Um haustið 1987 fóru…

Raddbandið [4] (1987-97)

Enn einn sönghópurinn undir nafninu Raddbandið kom fram á sjónarsviðið eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar, og er líklega frægastur þeirra kvartetta sem borið hefur þetta nafn. Raddbandið var stofnað af nokkrum nemendum Verzlunarskóla Íslands árið 1987. Í fyrstu var um að ræða tríó þeirra Páls Ásgeirs Davíðssonar bassa, Hafsteins Hafsteinssonar tenórs og Árna Jóns…

Raddbandið [1] (1983)

Árið 1983 var starfandi sönghópur undir nafninu Raddbandið, og skemmti hann á ýmsum kosningasamkomum tengdum alþýðubandalaginu með baráttusöngvum eins og það var orðað í auglýsingum þess tíma. Engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi eða fjölda þeirra sem skipuðu hópinn, eða um tilvist hans annars almennt.