Sigurður Sigurðsson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2015

Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2015 sl. laugardag, var Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. Sigurður hefur verið  áberandi í íslenskri blústónlist áratugum saman, hann var söngvari og blés í munnhörpu með hljómsveitinni Kentár (Centaur) sem stofnuð var árið 1982. Kentár var öflug tónleikasveit sem kom með ferska strauma inn í blúslíf landsmanna.…

Afmælisbörn 2. apríl 2015

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er 46 ára gamall, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna eins og títt er…