Afmælisbörn 2. apríl 2015

Stefán Örn Arnarson

Stefán Örn Arnarson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Stefán Örn Arnarson sellóleikari er 46 ára gamall, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna eins og títt er um klassísk menntað tónlistarfólk sem bjóðast verkefni af margbreytilegum toga, bæði í klassíska geiranum og í popptónlist.