Afmælisbörn 13. apríl 2015

Fimm afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er 71 árs en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan tug platna og hafa mörg laga hans notið…