Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98. Mánakórinn var yfirleitt skipaður um…

Raddbandið [3] (1986-87)

Sönghópurinn Raddbandið var söngkvartett starfandi norðan heiða um miðbik níunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Raddbandið var stofnað á Akureyri haustið 1986 og voru meðlimir þess læknarnir og nafnarnir Ásgeir Bragason og Ásgeir Böðvarsson, og tónlistarkennararnir Jón Hlöðver Áskelsson og Michael Jón Clarke. Komu þeir fram við ýmis tækifæri á Akureyri veturinn 1986-87. Um haustið 1987 fóru…