Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið.

Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98.

Mánakórinn var yfirleitt skipaður um tuttugu manns en mikill meirihluti söngfólksins voru konur. Kórinn hafði nokkra fasta punkta í tónleikahaldi sínu, hélt yfirleitt vortónleika og seinni árin einnig tónleika í kringum aðventuna, einnig hélt Mánakórinn svokölluð Spilakvöld fjórum sinnum yfir vetrartímann, sem mun hafa verið skemmtikvöld blönduð söng og spilavist.