Afmælisbörn 29. september 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2019

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Maus (1993-)

Hljómsveitin Maus er án nokkurs vafa ein af þekktustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu og þá um leið ein af þeim langlífari en hún er jafnframt í hópi fjölmargra sveita sem hafa nýtt sér sigur í Músíktilraunum Tónabæjar til að koma sér almennilega á framfæri. Sveitin hefur sent frá sér fjölda platna. Maus kemur upphaflega úr Árbænum…

Maus – Efni á plötum

Maus – Allar kenningar heimsins…  …og ögn meira Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM49CD Ár: 1994 1. Ósnortinn 2. Sár 3. Ljósrof 4. Líkþrá 5. Drukknandi ég 6. Fingurgómakviða 7. Minn felustaður minn haus 8. Lost 9. Leiftursýn Flytjendur: Birgir Örn Steinarsson – gítar, víbrafónn, hljómborð og söngur Eggert Gíslason – bassi, hljómborð og söngur Daníel Þorsteinsson…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Melódía [1] (1983-87)

Pöbbabandið Melódía starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, af því er virðist með hléum. Meðlimir sveitarinnar voru á einhverjum tímapunkti þeir Torfi Ólafsson bassaleikari, Einar Melax hljómborðsleikari og Ingi G. Ingimundardóttir trommuleikari en einnig hafa verið nefndir Hörður [?] og Helgi [?]. Fleiri gætu hafa verið viðloðandi sveitina. Melódía var líklega lengst af tríó…

Mictian – Efni á plötum

Mictian – The way to Mictian [ep] Útgefandi: Mictian Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. The wheel of damnation 2. Web of nothingness 3. Pagan attack 4. The way to Mictian 5. Gate of fire 6. [leynilag] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Mictian (2000-01)

Svartmálmshljómsveitin Mictian starfaði í rúmlega ár um síðustu aldamót, eftir því sem heimildir herma. Mictian, sem kom úr Reykjavík og Kópavogi, lék á að minnsta kosti einum tónleikum haustið 2000 en um vorið 2001 sendi sveitin frá sér fimm laga (ásamt leynilagi) stuttskífuna The way to Mictian, um svipað leyti tók sveitin þátt í Músíktilraunum…

Micka Frürry (1993-)

Micka Frürry var aukasjálf Birgis Nielsen trommuleikara (Land og synir, Vinir vors og blóma o.fl.) en hann kom fram atriði á skemmtunum í kringum aldamótin 2000. Ekki liggur fyrir hvenær Micka Frürry kom fyrst fram en líklega var það í laginu Gott í kroppinn, sem Vinir vors og blóma gerðu vinsælt 1993 en þar rappaði…

Meyland (1976-81)

Danshljómsveitin Meyland starfaði í um fimm ár á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar og fram á þann níunda, lék aðallega á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins s.s. aðallega í Klúbbnum en einnig á sveitaböllum úti á landi og m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunamannahelgina 1977, eitt sumarið ferðaðist sveitin um landið ásamt eftirhermunni og búktalaranum Guðmundi…

Metro music [umboðsskrifstofa] (1983)

Metro music var umboðsskrifstofa og viðburðafyrirtæki sem Hallvarður E. Þórsson (sem skipulagði Melarokk 1982) starfrækti við annan mann árið 1983. Metro music flutti inn bresku sveitina Siouxsie and the Banshees vorið 1983 en léleg aðsókn á tónleikana varð þess valdandi að fyrirtækið varð skammlíft. Þá höfðu þeir félagar einnig staðið í viðræðum við Roxy music…

Metall (1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Metall. Heimild frá 1984 er um sveitina en engar aðrar upplýsingar finnast um hana, s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma o.sfrv.

Metal (1980-85)

Hljómsveitin Metal var starfrækt um fimm ára skeið á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, þrátt fyrir nafnið lék sveitin ekki þungarokk heldur danstónlist fyrir alla aldurshópa. Metal var stofnuð snemma hausts 1980 og sögðust meðlimir sveitarinnar myndu leggja áherslu á kántrítónlist enda væru fáar þess konar sveitir hérlendis. Lítið virðist þó hafa farið fyrir…

Midas [1] (1970-71)

Danshljómsveitin Midas starfaði á árunum 1970 og 71, og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Engar heimildir er að finna um meðlimi sveitarinnar en fyrir liggur að Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 25. september 2019

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og fjögurra ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2019

Afmælisbörnin eru fimm í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og níu ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…

Afmælisbörn 23. september 2019

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2019

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og fimm ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Afmælisbörn 21. september 2019

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Afmælisbörn 20. september 2019

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Þessi þungu högg

GG blús – Punch GCD 006, 2019 Blúsrokkdúettinn GG blús kom opinberlega fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs en hefur þó starfað frá árinu 2017 og þróað tónlist sína í bílskúr á Álftanesinu. Dúettinn er skipaður gamalreyndum póstum og nöfnum úr íslenskri popp- og rokktónlist, þeim Guðmundum Jónssyni margþekktum gítarleikara og lagahöfundi úr sveitum…

Afmælisbörn 19. september 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og sjö ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var…

María Markan – Efni á plötum

Einar og María Markan – Hærra minn guð til þín / Sólsetursljóð [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 42897 Ár: 1929 1. Hærra minn guð til þín 2. Sólsetursljóð Flytjendur: Einar Markan – söngur María Markan – söngur [engar upplýsingar um píanóleikara]   María Markan – Kveðja / Svanasöngur á heiði [78 sn.]…

María Markan (1905-95)

Óperusöngkonan María Markan var stórstjarna á íslenskan mælikvarða þótt söngferill hennar yrði nokkuð endasleppur, hún varð fyrst Íslendinga til að syngja í Metropolitan í New York og söng víða um heim við góðan orðstír. María Einarsdóttir Markan fæddist í Ólafsvík sumarið 1905 og var yngst sjö systkina. Fjölskyldan, sem flutti til Reykjavíkur árið 1910 var…

Mengun (1971)

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 1971 lék hljómsveit sem bar heitið Mengun, á unglingadansleik á Ísafirði. Hér er óskað eftir upplýsingum um sveitina, meðlimi hennar, starfstíma og fleira bitastætt. Að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða.

Menn [1] (1985-86)

Dúettinn Menn var í raun ekki starfandi sem hljómsveit en gaf hins vegar út eina plötu. Menn (Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson) höfðu starfað saman í Hinni konunglegu flugeldarokksveit og Tjúttlingunum fáeinum árum fyrr er þeir fóru í hljóðverið Mjöt sumarið 1985 og tóku upp átta lög sem komu síðan út á plötunni Reisn,…

Merarnar (1986)

Hljómsveitin Merarnar tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á Laugum um verslunarmannahelgina 1986, af því mætti færa rök fyrir því að sveitin hafi verið starfandi um norðan- eða austanvert landið. Allar upplýsingar um þessa sveit, liðsskipan og fleira, má senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Menúettabandið (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Menúettabandið og hefur að öllum líkindum verið skammlíft verkefni vorið 1996 en sveitin lék þá í eitt skipti á veitingahúsinu 22 í miðbæ Reykjavíkur.

Mens sana – Efni á plötum

Mens sana – Slökun og vellíðan Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 01 Ár: 1998 1. Spenna og slaka á – grunnþjálfun 2. Þú getur notað eigin hugsun til að slaka á 3. Sofðu vært 4. Sólarlag Flytjendur: Sigríður Hrönn Bjarnadóttir – upplestur Hjörtur Howser – hljóðfæraleikur   Mens sana – Slökun og sjálfsstyrking Útgefandi:…

Mens sana (1998)

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1960) sendi haustið 1998 frá sér tvær geislaplötur í samstarfi við Geðhjálp og Íslenska erfðagreiningu, sem höfðu að geyma slökunaræfingar við hljóðfæraleik Hjartar Howser sem jafnframt samdi tónlistina. Þetta verkefni var liður í að velja athygli á streitu og leiðum til að vinna á henni með slökun og sjálfstyrkingu. Plöturnar…

Menning [2] (1992-94)

Ballhljómsveitin Menning starfaði á Dalvík á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, e.t.v. lengur. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit sem gæti allt eins hafa verið dúett, en við auglýsingu frá Menningu frá árinu 1994 birtast nöfnin Friðrik [?] og Inga [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Menning [1] (um 1970)

Hljómsveitin Menning starfaði líklega í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum. Meðlimir voru á einhverjum tímapunkti þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ragnar Gíslason gítarleikari og Guðmundur Erlendsson gítarleikari [?]. Á einhverjum tímapunkti starfaði Stefán Andrésson gítarleikari með sveitinni í stað Guðmundar. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Menn [2] (um 1990)

Heimildir um hljómsveitina Menn sem starfaði í Keflavík í kringum 1990, eru af skornum skammti en sveitin mun hafa verið undanfari Kolrössu krókríðandi / Bellatrix. Meðlimir Manna hafa því að öllum líkindum verið Elíza Geirsdóttir Newman söngvari, Birgitta Vilbergsdóttir trommuleikari, Ester Ásgeirsdóttir bassaleikari og Sigrún Eiríksdóttir gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin tók til starfa…

Menn [1] – Efni á plötum

Menn – Reisn Útgefandi: Menn Útgáfunúmer: Menn 001 Ár: 1986 1. Klakahöll 2. Pastel 3. Flug 4. Kona 5. Maðurinn 6. Fugl 7. Reisn 8. Snigill Flytjendur: Ágúst Karlsson – [?] Valdimar Örn Flygenring – [?] Óskar Jónasson – saxófónn Jón „skuggi“ Steinþórsson – bassi Halldór Lárusson – trommur

Mesta furða (1988-89)

Á Akureyri starfaði hljómsveitin Mesta furða veturinn 1988-89. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 18. september 2019

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Árni Ísleifs djasspíanisti hefðu átt afmæli í dag en hann lést á síðasta ári. Árni starfrækti eigin sveitir en starfaði einnig með hljómsveitum Jans Morávek, Björns R. Einarssonar, José Riba, Svavars Gests, Rúts Hannessonar og margra annarra. Hann bjó um árabil á Egilsstöðum og…

Afmælisbörn 17. september 2019

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út sólóplötu sem hann seldi á vinsælum ferðamannastöðum meðan…

Andlát – Halli Reynis (1966-2019)

Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson (Halli Reynis) er látinn aðeins tæplega fimmtíu og þriggja ára gamall. Halli Reynis fæddist í Reykjavík á fullveldisdaginn 1966, yngstur systkina ásamt eineggja tvíburabróður sínum en þeir áttu tvær eldri systur. Framan af var fátt sem benti til að hann yrði tónlistarmaður, hann naut aðstoðar móður sinnar við að læra á gítar…

Afmælisbörn 16. september 2019

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson er sjötíu og níu ára í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á…

Afmælisbörn 14. september 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og fjögurra ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Afmælisbörn 12. september 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fertugur og á því stórafmæli á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison…

Magnús Þór Sigmundsson – Efni á plötum

Magnús og Jóhann – Magnús og Jóhann [The rape of lady justice] Útgefandi: Scorpion  Útgáfunúmer: S-01 / SCD 001 Ár: 1972 / 1996 1. Mary Jane 2. Simulation af Jesus 3. Fire stairway 4. Farmer 5. Sunshine 6. The rape of lady justice 7. My Imagination 8. Raindrops 9. Sinking man 10. Times with you Flytjendur: Magnús Þór…

Magnús Þór Sigmundsson (1948-)

Magnús Þór Sigmundsson er eitt allra stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er nánast sama hvar stungið er niður, hann telst meðal ástsælustu og afkastamestu laga- og textahöfunda þjóðarinnar, hefur sent frá sér ógrynni platna fyrir fólk á öllum aldri, gefið út tónlist, spilað, sungið, útsett og margt annað í tengslum við hana. Magnús kemur…

Með nöktum – Efni á plötum

Með nöktum – …skemmtun [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 008 Ár: 1985 1. Emotional swing 2. Fears of fear 3. Breath 4. Swimmers 5. Holes 6. Lust Flytjendur: Magnús Guðmundsson – söngur Halldór Lárusson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Björn Vilhjálmsson – bassi Birgir Mogensen – bassi Halldór Jörgen Jörgensen – trompet Lárus Grímsson…

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…

Mávarnir (1998-2002)

Pöbbasveitin Mávarnir starfaði í kringum síðustu aldamót, að minnsta kosti á árunum 1998 til 2002. Mávarnir var kvintett og voru meðlimir hans Sveinn Larsson trommuleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari og Jón Ragnarsson gítarleikari, ekki liggur fyrir hver fimmti mávurinn var en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Mátturinn og dýrðin (um 1973)

Hljómsveitin Mátturinn og dýrðin var starfrækt á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1973 eða um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Guðmundur Grímsson trommuleikari, Erik Mogensen bassaleikari og Valdimar Óli Valdimarsson söngvari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.