Menn [1] (1985-86)

Menn

Dúettinn Menn var í raun ekki starfandi sem hljómsveit en gaf hins vegar út eina plötu.

Menn (Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson) höfðu starfað saman í Hinni konunglegu flugeldarokksveit og Tjúttlingunum fáeinum árum fyrr er þeir fóru í hljóðverið Mjöt sumarið 1985 og tóku upp átta lög sem komu síðan út á plötunni Reisn, sem þeir gáfu sjálfir út haustið 1986.

Platan fór ekki hátt og ein gagnrýni birtist, þokkalegur dómur í Þjóðviljanum en umslag plötunnar, hannað af Hallgrími Helgasyni fékk nokkra athygli.

Ekki er að sjá að þeir Valdimar og Ágúst hafi fylgt plötunni eftir með neinum hætti.

Efni á plötum