Maus (1993-)

Hljómsveitin Maus er án nokkurs vafa ein af þekktustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu og þá um leið ein af þeim langlífari en hún er jafnframt í hópi fjölmargra sveita sem hafa nýtt sér sigur í Músíktilraunum Tónabæjar til að koma sér almennilega á framfæri. Sveitin hefur sent frá sér fjölda platna. Maus kemur upphaflega úr Árbænum…

Maus – Efni á plötum

Maus – Allar kenningar heimsins…  …og ögn meira Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM49CD Ár: 1994 1. Ósnortinn 2. Sár 3. Ljósrof 4. Líkþrá 5. Drukknandi ég 6. Fingurgómakviða 7. Minn felustaður minn haus 8. Lost 9. Leiftursýn Flytjendur: Birgir Örn Steinarsson – gítar, víbrafónn, hljómborð og söngur Eggert Gíslason – bassi, hljómborð og söngur Daníel Þorsteinsson…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Melódía [1] (1983-87)

Pöbbabandið Melódía starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, af því er virðist með hléum. Meðlimir sveitarinnar voru á einhverjum tímapunkti þeir Torfi Ólafsson bassaleikari, Einar Melax hljómborðsleikari og Ingi G. Ingimundardóttir trommuleikari en einnig hafa verið nefndir Hörður [?] og Helgi [?]. Fleiri gætu hafa verið viðloðandi sveitina. Melódía var líklega lengst af tríó…

Mictian – Efni á plötum

Mictian – The way to Mictian [ep] Útgefandi: Mictian Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. The wheel of damnation 2. Web of nothingness 3. Pagan attack 4. The way to Mictian 5. Gate of fire 6. [leynilag] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Mictian (2000-01)

Svartmálmshljómsveitin Mictian starfaði í rúmlega ár um síðustu aldamót, eftir því sem heimildir herma. Mictian, sem kom úr Reykjavík og Kópavogi, lék á að minnsta kosti einum tónleikum haustið 2000 en um vorið 2001 sendi sveitin frá sér fimm laga (ásamt leynilagi) stuttskífuna The way to Mictian, um svipað leyti tók sveitin þátt í Músíktilraunum…

Micka Frürry (1993-)

Micka Frürry var aukasjálf Birgis Nielsen trommuleikara (Land og synir, Vinir vors og blóma o.fl.) en hann kom fram atriði á skemmtunum í kringum aldamótin 2000. Ekki liggur fyrir hvenær Micka Frürry kom fyrst fram en líklega var það í laginu Gott í kroppinn, sem Vinir vors og blóma gerðu vinsælt 1993 en þar rappaði…

Meyland (1976-81)

Danshljómsveitin Meyland starfaði í um fimm ár á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar og fram á þann níunda, lék aðallega á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins s.s. aðallega í Klúbbnum en einnig á sveitaböllum úti á landi og m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunamannahelgina 1977, eitt sumarið ferðaðist sveitin um landið ásamt eftirhermunni og búktalaranum Guðmundi…

Metro music [umboðsskrifstofa] (1983)

Metro music var umboðsskrifstofa og viðburðafyrirtæki sem Hallvarður E. Þórsson (sem skipulagði Melarokk 1982) starfrækti við annan mann árið 1983. Metro music flutti inn bresku sveitina Siouxsie and the Banshees vorið 1983 en léleg aðsókn á tónleikana varð þess valdandi að fyrirtækið varð skammlíft. Þá höfðu þeir félagar einnig staðið í viðræðum við Roxy music…

Metall (1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Metall. Heimild frá 1984 er um sveitina en engar aðrar upplýsingar finnast um hana, s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma o.sfrv.

Metal (1980-85)

Hljómsveitin Metal var starfrækt um fimm ára skeið á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, þrátt fyrir nafnið lék sveitin ekki þungarokk heldur danstónlist fyrir alla aldurshópa. Metal var stofnuð snemma hausts 1980 og sögðust meðlimir sveitarinnar myndu leggja áherslu á kántrítónlist enda væru fáar þess konar sveitir hérlendis. Lítið virðist þó hafa farið fyrir…

Midas [1] (1970-71)

Danshljómsveitin Midas starfaði á árunum 1970 og 71, og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Engar heimildir er að finna um meðlimi sveitarinnar en fyrir liggur að Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 25. september 2019

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og fjögurra ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…