
Melkorka
Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari.
Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku Melkorku eru vel þegnar.