Afmælisbörn 18. nóvember 2022

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Smartband (1985)

Hljómsveitin Smartband starfaði aldrei nema í kringum hljóðversvinnu þeirra Kjartans Ólafssonar tónskálds og Péturs Grétarssonar slagverksleikara, en gat þó af sér stórsmellinn La-líf sem naut mjög svo óvæntra vinsælda á vormánuðum 1986. Þeir Kjartan Ólafsson og Pétur Grétarsson munu hafa stofnað Smartbandið fáeinum dögum áður en þeir fóru í hljóðver sumarið 1985 til að hljóðrita…

Skólakór Seljaskóla (1982-)

Seljaskóli hefur starfað síðan haustið 1979 og frá þeim tíma hafa skólakórar verið starfandi innan skólans, fyrst um sinn þó einungis með söngfólki á yngsta stiginu en eftir því sem skólinn starfaði lengur og stækkaði varð nemendahópurinn eldri. Ekki er alveg ljós hvenær kór starfaði í fyrsta sinn við Seljaskóla en haustið 1982 var þar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2021

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (1972-2000)

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (einnig nefndur Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur) starfaði um árabil og var lengi vel eini kórinn sem kenna mætti við verkalýðsfélag, saga kórsins spannaði hátt í þrjá áratugi. Það munu hafa verið Jón Snorri Þorleifsson þáverandi formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Hannes Helgason sem fyrst vörpuðu fram þeirri hugmynd að stofna kór innan félagsins og…

Samkór Breiðdælinga (1986-87)

Kór sem hlaut nafnið Samkór Breiðdælinga starfaði um skamma hríð á Breiðdalsvík sumarið 1986 og virðist hafa verið endurvakinn árið eftir. Það voru þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson sem stofnuðu Samkór Breiðdælinga en þau voru sumarið 1986 með nokkurra vikna söngnámskeið á Breiðdalsvík sem um tuttugu manns sóttu, blandaður kór var stofnaður samhliða…

Afmælisbörn 18. nóvember 2020

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2019

Í dag eru þrjú afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Wizzie-Wozzie jazzband (1977)

Litlar og fáar heimildir er að hafa um Wizzie-Wozzie jazzbandið (Wizzy-Wozzy jazzband) en það starfaði árið 1977. Fyrir liggur þó að Kjartan Ólafsson (síðar tónskáld) lék með sveitinni, hugsanlega á hljómborð en aðrir meðlimir hennar voru Eggert Pálsson [?], Tómas [?] Gröndal og Axel [?] trommuleikari. Frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.

Trítiltoppakvartettinn (1978-79)

Trítiltoppakvartettinn var starfandi árin 1978 og 79, og var eitthvað viðloðandi félagsskapinn Vísnavini. Líklega var frekar um að ræða hljómsveit en söngflokk en meðal meðlima mun hafa verið Kjartan Ólafsson síðar tónskáld. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann spilaði né hverjir aðrir skipuðu sveitina. Á einhverjum tímapunkti 1979 munu hafa verið fimm manns í…

Pjetur og Úlfarnir (1977-)

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir var upphaflega eins konar menntaskólaflipp, gaf síðan út stórsmellinn Stjána saxafón og hefur starfað með hléum síðan. Pjetur og Úlfarnir var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kjölfar kennaraverkfalls 1977 og lék framan af eingöngu á samkomum innan skólans. Á einu slíku balli sem haldið var í félagsheimilinu Festi í Grindavík…

Kaskó [1] (1965-67)

Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur. Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill. 1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að…

Erkitíð [tónlistarviðburður] (1994-2000)

Raf- og tölvutónlistarhátíðin Erkitíð var haldin í fáein skipti undir lok síðustu aldar og hafði Kjartan Ólafsson hjá ErkiTónlist veg og vanda af hátíðinni, ásamt tónlistardeild Ríkisútvarpsins og öðrum aðilum. Erkitíð var fyrst haldin haustið 1994 í tilefni af hálfrar aldar afmælis lýðveldisins en um það leyti sem það var stofnað voru fyrstu tilraunir með…

ErkiTónlist [útgáfufyrirtæki] (1985 – )

Fyrirtækið Erkitónlist sf. hefur starfað frá árinu1985 og er í eigu Kjartans Ólafssonar tónskálds og tónlistarmanns. Erkitónlist hefur annast útgáfu á tónlist Kjartans og annarra tónlistarmanna en auk þess hefur fyrirtækið komið að raftónlistarhátíð eins og Erkitíð í samvinnu við Ríkisútvarpið, og staðið að öðru tónleikahaldi oftast tengt tónlist Kjartans. Kjartan og Pétur Jónasson gítarleikari…

Samkór Kópavogs (1966-)

Samkór Kópavogs var stofnaður haustið 1966 og var Jan Morávek fyrsti stjórnandi hans (og stofnandi) við stjórnvölinn til ársins 1970 þegar hann lést. Guðni Pálsson undirleikari tók við um tíma en Páll Kr. Pálsson varð síðan næsti stjórnandi og þá Garðar Cortes en kórstarfið lá niðri frá 1974 – 77. Þá tók Kristín Jóhannesdóttir við stjórninni,…