Samkór Kópavogs (1966-)

samkor-kopavogs

Samkór Kópavogs

Samkór Kópavogs var stofnaður haustið 1966 og var Jan Morávek fyrsti stjórnandi hans (og stofnandi) við stjórnvölinn til ársins 1970 þegar hann lést.

Guðni Pálsson undirleikari tók við um tíma en Páll Kr. Pálsson varð síðan næsti stjórnandi og þá Garðar Cortes en kórstarfið lá niðri frá 1974 – 77. Þá tók Kristín Jóhannesdóttir við stjórninni, Kjartan Ólafsson tók við af henni og síðan Ragnar Jónsson 1980 og til 1985, undir hans stjórn komu út fjögur lög með kórnum á plötunni Kópavogur: Vaggar börnum og blómum en á henni söng kórinn ásamt Kór Þingholtsskóla.

1985 tók Stefán Guðmundsson við og stjórnaði honum til 1996, utan þess að Sigurður Pétur Bragason var við stjórnvölinn einn vetur.

1993 kom út eina plata kórsins en hún hlaut nafnið Heyrum söng, kórinn gaf hana út sjálfur.

Dagrún Hjartardóttir tók við af Stefáni og Julian Hewlett síðan af henni árið 2000.

Bragi Þór Valsson gerðist síðan stjórnandi 2004 og stjórnaði til byrjun árs 2006 þegar Björn Thorarensen tók við en hann hefur stjórnað kórnum síðan.

Kórinn hefur sungið við ýmis tækifæri, hér heima og erlendis í gegnum tíðina.

Efni á plötum