Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Box [3] (1991-92)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á sunnanverðum Vestfjörðum 1991 og 1992 undir nafninu Box, að öllum líkindum á Tálknafirði. Fyrir liggur að Ragnar Jónsson var meðlimur sveitarinnar, líklega hljómborðsleikari, en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana.

Barnakór Reykhólaskóla [1] (1991-95)

Barnakór var starfræktur um tíma í Reykhólaskóla í Barðastrandarsýslu á tíunda áratug síðustu aldar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en hér er giskað á árin 1991 til 95 – líklega þó ekki samfleytt. Ragnar Jónsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans á Reykhólum var að öllum líkindum stjórnandi kórsins 1991 en Haraldur Bragason 1995, annað liggur ekki fyrir…

Samkór Reykhólahrepps (1992-95)

Fremur takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Reykhólahrepps en hann starfaði á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og jafnvel fram á þá tuttugustu og fyrstu. Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1992 til 98, Ragnar Jónsson skólastjóri tónlistarskólans á Reykholti var fyrsti stjórnandi hans en Ólöf Sigríður Þórðardóttir virðist hafa tekið við af…

Prima (1986-87)

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986. Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson…

Samkór Kópavogs (1966-)

Samkór Kópavogs var stofnaður haustið 1966 og var Jan Morávek fyrsti stjórnandi hans (og stofnandi) við stjórnvölinn til ársins 1970 þegar hann lést. Guðni Pálsson undirleikari tók við um tíma en Páll Kr. Pálsson varð síðan næsti stjórnandi og þá Garðar Cortes en kórstarfið lá niðri frá 1974 – 77. Þá tók Kristín Jóhannesdóttir við stjórninni,…

Spindlar (1999-2002)

Tríóið Spindlar frá Egilsstöðum keppti í Músíktilraunum 1999 og spilaði rokk í þyngri kantinum. Meðlimir Spindla voru Davíð Logi Hlynsson trommuleikari, Hafþór Máni Valsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Jónsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit en Ragnar bassaleikari var kjörinn besti bassaleikari tilraunanna. Sveitin hélt ótrauð áfram og átti efni á tveimur austfirskum safnplötum…