Samkór Reykhólahrepps (1992-95)

samkor-reykholahrepps

Samkór Reykhólahrepps

Fremur takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Reykhólahrepps en hann starfaði á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og jafnvel fram á þá tuttugustu og fyrstu.

Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1992 til 98, Ragnar Jónsson skólastjóri tónlistarskólans á Reykholti var fyrsti stjórnandi hans en Ólöf Sigríður Þórðardóttir virðist hafa tekið við af honum haustið 1993.

Samkór Reykhólahrepps sendi frá sér eina snældu, af því er virðist tveggja laga, árið 1993.

Haraldur Bragason, þá skólastjóri tónlistarskólans, var stjórnandi 1995 en engar upplýsingar er að hafa um hversu lengi hann var við stjórnvölinn né hversu lengi kórinn starfaði eftir það.

Svo virðist sem kórinn hafi haldið tónleika 1998 og 2001 en upplýsingar þ.a.l. eru mjög af skornum skammti.

Efni á plötum