Afmælisbörn 31. janúar 2017

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er sextugur á þessum degi og því stórafmæli. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er þrjátíu…

Afmælisbörn 30. janúar 2017

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Samkór Hellissands (1976-78)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hellissands en hann var starfandi a.m.k. á árunum 1976-78 undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Allar nánari upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.

Samkór Akureyrar (1936-40)

Þegar Þjóðverjinn Robert Abraham (Róbert A. Ottósson) flúði hingað til lands 1935 undan ágangi nasista í Þýskalandi settist hann fyrst um sinn að á Akureyri. Þar kenndi hann við tónlistarskólann og var um tíma mjög áberandi í akureysku tónlistarlífi. Eitt af verkum hans nyrðra var að stofna Samkór Akureyrar 1936 en hugtakið samkór var þá…

Samkór Húsavíkur [1] (1942)

Samkór Húsavíkur hinn fyrsti var skammlífur en hann starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði. Kórinn var stofnaður í ársbyrjun 1942 og starfaði af því er virðist fram á vorið en hann náði einungis að halda eina tónleika á þeim tíma. Stjórnandi Samkórs Húsavíkur var Ásbjörn Stefánsson læknir en um sextíu manns voru í kórnum.

Samkór Norður-Héraðs (1992-2004)

Samkór Norður-Héraðs starfaði um tólf ára skeið í kringum síðustu aldamót. Norður-Hérað var sveitarfélag á Austurlandi en sameinaðist Fellahreppi og Austur-Héraði árið 2004 undir nafninu Fljótsdalshérað, svo virðist sem kórinn hafi þá verið lagður niður. Nokkrir kórstjórar komu að stjórn kórsins, fyrst þeirra mun hafa verið Helga Guðrún Loftsdóttir en einnig voru Rosemary Hewlett, Þórður…

Samkór Neskaupstaðar [2] (1968-69)

Tilraun var gerð til að starfrækja blandaðan kór á Neskaupstað veturinn 1968-69, hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar rétt eins og kór sem starfað hafði á staðnum rétt rúmlega áratug áður. Stjórnandi Samkórs Neskaupstaðar var Jón Mýrdal en kórinn var skammlífur og starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði.

Samkór Neskaupstaðar [1] (1945-57)

Samkór var starfandi á Norðfirði í ríflega áratug á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það var Magnús Guðmundsson kennari á Neskaupstað sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins vorið 1945 en hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar og söng fyrst opinberlega á verkalýðssamkomu þann 1. maí eða einungis tveimur vikum eftir að hann hóf æfingar. Kórmeðlimir…

Samkór Mýramanna – Efni á plötum

Samkór Mýramanna – Yfir bænum heima Útgefandi: Samkór Mýramanna Útgáfunúmer: DSM 001 Ár: 1994 1. Yfir bænum heima 2. Við gengum tvö 3. Sjómannasöngur 4. Söngur sáðmannsins 5. Oft er hermanns hvíld 6. Ég að öllum háska hlæ 7. Sjáið hvar sólin hún hnígur 8. Litla Stína 9. Ágústnótt 10. Kvöldljóð 11. Í páfans sal…

Samkór Mýramanna (1981-)

Blandaður kór hefur verið starfandi í áratugi í Borgarbyggð undir nafninu Samkór Mýramanna, hann hefur sent frá sér tvær plötur og eina snældu. Það var Einar Ole Pedersen bóndi í Álftártungukoti sem var aðal hvatamaður að stofnun kórins vorið 1981, Hans Jensson (saxófónleikari Lúdó sextetts o.fl.) varð fyrsti stjórnandi hans en hann var ennfremur einn…

Samkór Hvammstanga (1989)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hvammstanga aðrar en að hann mun hafa verið starfandi árið 1989 undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Frekari upplýsingar um kórinn óskast sendar Glatkistunni.

Samkór Húsavíkur [3] (2001-09)

Samkór Húsavíkur var starfandi um nokkurra ára skeið á árunum 2001-09 í bænum en starfsemi hefur legið niðri síðustu árin. Kórinn var stofnaður árið 2001 og var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi hans fyrst um sinn en Lisa McMaster tók síðan við af henni. Meðlimir kórsins voru iðulega á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins en sá háttur…

Samkór Húsavíkur [2] (1986)

Samkór Húsavíkur var starfandi 1986 á Húsavík undir stjórn Úlriks Ólasonar kirkjuorganista. Þessi kór virðist ekki hafa verið langlífur en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Afmælisbörn 28. janúar 2017

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir á stórafmæli en hún er fertug á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Afmælisbörn 26. janúar 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara.

Afmælisbörn 25. janúar 2017

Fimm afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og sex ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Salernir [2] (um 1990)

Salernir var pönksveit sem félagarnir Haraldur Gunnlaugsson og Hafþór Ragnarsson úr Brak voru saman í, að öllum líkindum á níunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit og aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Salernir [1] (1984-85)

Hljómsveitin Salernir mun hafa verið starfandi í Keflavík a.m.k. veturinn 1984-85. Einar Falur Ingólfsson, Kristján Kristmannsson, Kristinn Edgar Jóhannsson, Bjarni Thor Kristinsson, Þröstur Jóhannesson og Jón Ben Einarsson voru meðlimir hennar en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.  

Salvador (1975)

Hljómsveitin Salvador var skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom einu sinni fram opinberlega. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Salvador en þeir voru allir ungir að árum.

Saltvík ´71 [tónlistarviðburður] (1971)

Útihátíðin Saltvík ´71 er að öllum líkindum með þekktustu unglingasamkomum sem haldnar hafa verið hérlendis. Það voru hljómsveitin Trúbrot og æskulýðsráð Reykjavíkur með Hinrik Bjarnason í forsvari, sem stóðu að hátíðinni en hún sótti fyrirmynd sína til hinnar þriggja daga Woodstock hátíðar sem haldin hafði verið í ágústmánuði tveimur árum fyrr í New York fylki…

Salterium (?)

Hljómsveitin Salterium var frá Vestfjörðum, hvenær liggur ekki fyrir eða hverjir skipuðu þessa sveit en allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Saltator (1979-80)

Hljómsveitin Saltator var skólahljómsveit við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1979-80. Meðlimir sveitarinnar komu víðs vegar að af landinu en þau voru Lára Heiður Sigbjörnsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson söngvari, Bjarki Halldór Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Björnsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari. Sveitin var lögð niður að skólaári loknu um vorið 1980 en meðlimir hennar…

Salómon Heiðar – Efni á plötum

Salómon Heiðar: Tónheimar – ýmsir Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 022 Ár: 2005 1. Kór Aðventkirkjunnar – Ég vil þér fús og feginn hlýða 2. Kór Aðventkirkjunnar – Í ljóssins veldi 3. Kór Aðventkirkjunnar – Langt frá mínum góða Guði 4. Kór Aðventkirkjunnar – Hvöt 5. Kór Aðventkirkjunnar – Ó, blessuð stund 6. Kór Aðventkirkjunnar –…

Salómon Heiðar (1889-1957)

Salómon Heiðar (Runólfsson) var einn af máttarstólpum íslenska karlakórasamfélagsins og átti þátt í að stofna til og móta kórsöng hérlendis. Salómon Heiðar fæddist í Hvítársíðu í Borgarfirðinum 1889 en fluttist til Hafnarfjarðar á unglingsaldri. Hann hlaut ekki eiginlegt tónlistarnám en lærði að leika á orgel af föður sínum sem hafði verið organisti í Borgarfirðinum og…

Salsa Picante (1995)

Salsasveitin Salsa Picante starfaði árið 1995 og vakti nokkra athygli enda fyrsta sveit sinnar tegundar hérlendis. Sveitin kom fram fullmótuð í febrúar 1995 og gæti því hafa verið stofnuð fyrir áramótin 1994-95, meðlimir hennar voru þá Jón Björgvinsson slagverksleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari sem komu úr Milljónamæringunum, og Sigurður Flosason saxófónleikari, Agnar Már Magnússon…

Salka (1996-98)

Hljómsveitin Salka (stundum einnig nefnd Zalka) starfaði í um tvö ár og herjaði á sveitaböllin um land allt. Meðlimir Sölku voru trommuleikarinn Ólafur Hólm, Þór Breiðfjörð söngvari, Tómas Tómasson gítarleikari, Björgvin Bjarnason gítarleikari og Georg Bjarnason bassaleikari en sveitin var stofnuð vorið 1996. Salka sendi fljótlega frá sér lag í útvarpsspilun og hafði uppi plön…

Sambandið – Efni á plötum

Sambandið – Ný spor Útgefandi: SAMBANDIÐ Útgáfunúmer: Sambandið CD 1 Ár: 1992 1. Allt eða ekkert 2. Alla leið 3. Brosið 4. Landinn 5. Bara þig 6. Elvis og ég 7. Áttavilltur 8. Ennþá ég leita 9. Tossinn 10. Einfarinn 11. Þú Flytjendur: Reynir Guðmundsson – söngur Albert Pálsson – hljómborð Gunnar Guðjónsson – bassi…

Sambandið (1989-95)

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…

Afmælisbörn 23. janúar 2017

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og fimm ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…

Afmælisbörn 22. janúar 2017

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og fjögurra ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2017

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2017

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2017

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sextíu og sjö ára. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru, bjó síðar í…

Afmælisbörn 18. janúar 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og fimm ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2017

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með fáeinum…

Afmælisbörn 16. janúar 2017

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sextíu og átta ára gamall í dag en hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2017

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 13. janúar 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtugur í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en hann fluttist til…

Afmælisbörn 12. janúar 2017

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2017

Tvö afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo fáeinar…

Afmælisbörn 10. janúar 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sextíu og sjö ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á…

S.A.M. (1993)

Ekki liggur fyrir hver S.A.M. var/voru en þessi flytjandi átti lag á safnplötunni Lagasafninu 3 sem kom út 1993. Það sama ár söng Berglind Björk Jónasdóttir með S.A.M. á Hótel Sögu en ekki liggur fyrir hvort um sama flytjanda er að ræða, eða hvort viðkomandi var hljómsveit eða einstaklingur. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Sahara [1] (um 1975)

Hljómsveitin Sahara var starfandi á Laugarvatni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum var um að ræða sveit skipaða nemum úr íþróttakennaraskólanum, menntaskólanum og héraðsskólanum á staðnum Það voru þeir Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari, Konráð Jakob Stefánsson gítarleikari og Bergþór Morthens gítarleikari sem mönnuðu þessa sveit auk eins eða tveggja í viðbót, óskað…

Sagan (1972)

Hljómsveit sem bar heitið Sagan (Saga?) mun hafa verið starfandi árið 1972 í Reykjavík. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit.

Safnarabúðin [annað] (1974-2007)

Safnarabúðin er líkast til þekktasta verslun hérlendis sem hefur haft með kaup/sölu á notuðum plötum að gera. Verslunin var sett á laggirnar í janúar 1974 af Sæmundi B. Elímundarsyni og var í fyrstu helguð frímerkjum mestmegnis. Smám saman bættust við bækur, tímarit, plötur og kassettur, og enn síðar videóspólur, geislaplötur og dvd-diskar. Safnarabúðin var fyrst…

Safír-sextett (1961-65)

Safír-sextettinn var eins og nafnið gefur til kynna sex manna hljómsveit sem skartaði að auki tveim söngvurum, og starfaði um árabil á Suðurlandsundirlendinu. Sveitin var skipuð meðlimum úr Árnes- og Rangárvallasýslum en hún mun hafa verið stofnuð 1961 upp úr Tónabræðrum (og hét reyndar Caroll quintet um tíma). Í upphafi voru í henni m.a. Jóhannes…

Safír [2] (1971-73)

Á Dalvík starfaði hljómsveit sem bar heitið Safír, á árunum 1971 til 73 en hún var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hugsjón. Meðlimir Safír voru Hafliði Ólafsson söngvari, hljómborð- og harmonikkuleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og söngvari, Einar Arngrímsson bassaleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari og söngvari og Sigurpáll Gestsson gítarleikari. Safír hafði þá sérstöðu meðal hljómsveita norðan heiða…

S.V.O. tríóið (1948)

S.V.O. tríóið starfaði á Flateyri í fáeinar vikur síðsumars 1948. Það voru Sveinn Hafberg [?], Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) harmonikku- og píanóleikari og Óskar Magnússon [?] sem skipuðu tríóið en nafn þess var myndað úr upphafsstöfum þeirra.

S.S.K. (1992)

Hljómsveitin S.S.K. starfaði á Húsavík sumarið 1992 og spilaði rokk í harðari kantinum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar, fyrir hvað skammstöfunin stóð eða hversu lengi hún starfaði. S.S.K. var þó að öllum líkindum skammlíf sveit.

S.h. draumur – Efni á plötum

S.h. draumur – Listir með orma [snælda] Útgefandi: Gramm / Kramm Útgáfunúmer: Gramm 13 / Kramm 3 Ár: 1983 1. Kjötbrúðan 2. Hann var góður maður 3. Orð 4. 6:21 5. Dauðar hetjur 6. Stórveldi 7. Smile baby smile! 8. Flekaðu mig 9. Kondu í skóginn 10. Það er geðveiki í ættinni 11. Plastík Ástríður…