Samkór Norður-Héraðs (1992-2004)

samkor-nordur-herads

Samkór Norður-Héraðs

Samkór Norður-Héraðs starfaði um tólf ára skeið í kringum síðustu aldamót. Norður-Hérað var sveitarfélag á Austurlandi en sameinaðist Fellahreppi og Austur-Héraði árið 2004 undir nafninu Fljótsdalshérað, svo virðist sem kórinn hafi þá verið lagður niður.

Nokkrir kórstjórar komu að stjórn kórsins, fyrst þeirra mun hafa verið Helga Guðrún Loftsdóttir en einnig voru Rosemary Hewlett, Þórður Sigvaldason, Julian Hewlett, Anna G. Jóhannesdóttir og Suncana Slamning kórstjórar um tíma.