Samkór Hellissands (1976-78)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hellissands en hann var starfandi a.m.k. á árunum 1976-78 undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Allar nánari upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.

Samkór Akureyrar (1936-40)

Þegar Þjóðverjinn Robert Abraham (Róbert A. Ottósson) flúði hingað til lands 1935 undan ágangi nasista í Þýskalandi settist hann fyrst um sinn að á Akureyri. Þar kenndi hann við tónlistarskólann og var um tíma mjög áberandi í akureysku tónlistarlífi. Eitt af verkum hans nyrðra var að stofna Samkór Akureyrar 1936 en hugtakið samkór var þá…

Samkór Húsavíkur [1] (1942)

Samkór Húsavíkur hinn fyrsti var skammlífur en hann starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði. Kórinn var stofnaður í ársbyrjun 1942 og starfaði af því er virðist fram á vorið en hann náði einungis að halda eina tónleika á þeim tíma. Stjórnandi Samkórs Húsavíkur var Ásbjörn Stefánsson læknir en um sextíu manns voru í kórnum.

Samkór Norður-Héraðs (1992-2004)

Samkór Norður-Héraðs starfaði um tólf ára skeið í kringum síðustu aldamót. Norður-Hérað var sveitarfélag á Austurlandi en sameinaðist Fellahreppi og Austur-Héraði árið 2004 undir nafninu Fljótsdalshérað, svo virðist sem kórinn hafi þá verið lagður niður. Nokkrir kórstjórar komu að stjórn kórsins, fyrst þeirra mun hafa verið Helga Guðrún Loftsdóttir en einnig voru Rosemary Hewlett, Þórður…

Samkór Neskaupstaðar [2] (1968-69)

Tilraun var gerð til að starfrækja blandaðan kór á Neskaupstað veturinn 1968-69, hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar rétt eins og kór sem starfað hafði á staðnum rétt rúmlega áratug áður. Stjórnandi Samkórs Neskaupstaðar var Jón Mýrdal en kórinn var skammlífur og starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði.

Samkór Neskaupstaðar [1] (1945-57)

Samkór var starfandi á Norðfirði í ríflega áratug á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það var Magnús Guðmundsson kennari á Neskaupstað sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins vorið 1945 en hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar og söng fyrst opinberlega á verkalýðssamkomu þann 1. maí eða einungis tveimur vikum eftir að hann hóf æfingar. Kórmeðlimir…

Samkór Mýramanna – Efni á plötum

Samkór Mýramanna – Yfir bænum heima Útgefandi: Samkór Mýramanna Útgáfunúmer: DSM 001 Ár: 1994 1. Yfir bænum heima 2. Við gengum tvö 3. Sjómannasöngur 4. Söngur sáðmannsins 5. Oft er hermanns hvíld 6. Ég að öllum háska hlæ 7. Sjáið hvar sólin hún hnígur 8. Litla Stína 9. Ágústnótt 10. Kvöldljóð 11. Í páfans sal…

Samkór Mýramanna (1981-)

Blandaður kór hefur verið starfandi í áratugi í Borgarbyggð undir nafninu Samkór Mýramanna, hann hefur sent frá sér tvær plötur og eina snældu. Það var Einar Ole Pedersen bóndi í Álftártungukoti sem var aðal hvatamaður að stofnun kórins vorið 1981, Hans Jensson (saxófónleikari Lúdó sextetts o.fl.) varð fyrsti stjórnandi hans en hann var ennfremur einn…

Samkór Hvammstanga (1989)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hvammstanga aðrar en að hann mun hafa verið starfandi árið 1989 undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Frekari upplýsingar um kórinn óskast sendar Glatkistunni.

Samkór Húsavíkur [3] (2001-09)

Samkór Húsavíkur var starfandi um nokkurra ára skeið á árunum 2001-09 í bænum en starfsemi hefur legið niðri síðustu árin. Kórinn var stofnaður árið 2001 og var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi hans fyrst um sinn en Lisa McMaster tók síðan við af henni. Meðlimir kórsins voru iðulega á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins en sá háttur…

Samkór Húsavíkur [2] (1986)

Samkór Húsavíkur var starfandi 1986 á Húsavík undir stjórn Úlriks Ólasonar kirkjuorganista. Þessi kór virðist ekki hafa verið langlífur en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.