Salernir [2] (um 1990)

Salernir var pönksveit sem félagarnir Haraldur Gunnlaugsson og Hafþór Ragnarsson úr Brak voru saman í, að öllum líkindum á níunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit og aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Salernir [1] (1984-85)

Hljómsveitin Salernir mun hafa verið starfandi í Keflavík a.m.k. veturinn 1984-85. Einar Falur Ingólfsson, Kristján Kristmannsson, Kristinn Edgar Jóhannsson, Bjarni Thor Kristinsson, Þröstur Jóhannesson og Jón Ben Einarsson voru meðlimir hennar en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.  

Salvador (1975)

Hljómsveitin Salvador var skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom einu sinni fram opinberlega. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Salvador en þeir voru allir ungir að árum.

Saltvík ´71 [tónlistarviðburður] (1971)

Útihátíðin Saltvík ´71 er að öllum líkindum með þekktustu unglingasamkomum sem haldnar hafa verið hérlendis. Það voru hljómsveitin Trúbrot og æskulýðsráð Reykjavíkur með Hinrik Bjarnason í forsvari, sem stóðu að hátíðinni en hún sótti fyrirmynd sína til hinnar þriggja daga Woodstock hátíðar sem haldin hafði verið í ágústmánuði tveimur árum fyrr í New York fylki…

Salterium (?)

Hljómsveitin Salterium var frá Vestfjörðum, hvenær liggur ekki fyrir eða hverjir skipuðu þessa sveit en allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Saltator (1979-80)

Hljómsveitin Saltator var skólahljómsveit við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1979-80. Meðlimir sveitarinnar komu víðs vegar að af landinu en þau voru Lára Heiður Sigbjörnsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson söngvari, Bjarki Halldór Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Björnsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari. Sveitin var lögð niður að skólaári loknu um vorið 1980 en meðlimir hennar…

Salómon Heiðar – Efni á plötum

Salómon Heiðar: Tónheimar – ýmsir Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 022 Ár: 2005 1. Kór Aðventkirkjunnar – Ég vil þér fús og feginn hlýða 2. Kór Aðventkirkjunnar – Í ljóssins veldi 3. Kór Aðventkirkjunnar – Langt frá mínum góða Guði 4. Kór Aðventkirkjunnar – Hvöt 5. Kór Aðventkirkjunnar – Ó, blessuð stund 6. Kór Aðventkirkjunnar –…

Salómon Heiðar (1889-1957)

Salómon Heiðar (Runólfsson) var einn af máttarstólpum íslenska karlakórasamfélagsins og átti þátt í að stofna til og móta kórsöng hérlendis. Salómon Heiðar fæddist í Hvítársíðu í Borgarfirðinum 1889 en fluttist til Hafnarfjarðar á unglingsaldri. Hann hlaut ekki eiginlegt tónlistarnám en lærði að leika á orgel af föður sínum sem hafði verið organisti í Borgarfirðinum og…

Salsa Picante (1995)

Salsasveitin Salsa Picante starfaði árið 1995 og vakti nokkra athygli enda fyrsta sveit sinnar tegundar hérlendis. Sveitin kom fram fullmótuð í febrúar 1995 og gæti því hafa verið stofnuð fyrir áramótin 1994-95, meðlimir hennar voru þá Jón Björgvinsson slagverksleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari sem komu úr Milljónamæringunum, og Sigurður Flosason saxófónleikari, Agnar Már Magnússon…

Salka (1996-98)

Hljómsveitin Salka (stundum einnig nefnd Zalka) starfaði í um tvö ár og herjaði á sveitaböllin um land allt. Meðlimir Sölku voru trommuleikarinn Ólafur Hólm, Þór Breiðfjörð söngvari, Tómas Tómasson gítarleikari, Björgvin Bjarnason gítarleikari og Georg Bjarnason bassaleikari en sveitin var stofnuð vorið 1996. Salka sendi fljótlega frá sér lag í útvarpsspilun og hafði uppi plön…

Sambandið – Efni á plötum

Sambandið – Ný spor Útgefandi: SAMBANDIÐ Útgáfunúmer: Sambandið CD 1 Ár: 1992 1. Allt eða ekkert 2. Alla leið 3. Brosið 4. Landinn 5. Bara þig 6. Elvis og ég 7. Áttavilltur 8. Ennþá ég leita 9. Tossinn 10. Einfarinn 11. Þú Flytjendur: Reynir Guðmundsson – söngur Albert Pálsson – hljómborð Gunnar Guðjónsson – bassi…

Sambandið (1989-95)

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…

Afmælisbörn 23. janúar 2017

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og fimm ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…