Saltator (1979-80)

engin mynd tiltækHljómsveitin Saltator var skólahljómsveit við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1979-80.

Meðlimir sveitarinnar komu víðs vegar að af landinu en þau voru Lára Heiður Sigbjörnsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson söngvari, Bjarki Halldór Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Björnsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari.

Sveitin var lögð niður að skólaári loknu um vorið 1980 en meðlimir hennar áttu eftir að dúkka upp á ýmsum stöðum í poppheimum Íslands.