Gvendólínur (1982-83)

Kvennahljómsveit sem bar heitið Gvendólínur starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum veturinn 1982-83. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari (síðar í Dúkkulísunum o.fl.) var meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um hinar og er hér með óskað eftir þeim

Barkakýli gíraffans (?)

Einhverju sinni var starfrækt hljómsveit í Alþýðuskólanum að Eiðum undir nafninu Barkakýli gíraffans. Engar heimildir finnast um þessa sveit en allar líkur eru á að hún hafi verið starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Allar upplýsingar um hana má senda Glatkistunni, með fyrirfram þökkum.

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Thule 2,5% (1972)

Upplýsingar um hljómsveitina Thule 2,5% óskast sendar Glatkistunni en hún var starfandi á Eiðum 1972, að öllum líkindum við Alþýðuskólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari, Steinar Björgvinsson trommuleikari og Þorvarður Bessi Einarsson gítarleikari.

Saltator (1979-80)

Hljómsveitin Saltator var skólahljómsveit við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1979-80. Meðlimir sveitarinnar komu víðs vegar að af landinu en þau voru Lára Heiður Sigbjörnsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson söngvari, Bjarki Halldór Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Björnsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari. Sveitin var lögð niður að skólaári loknu um vorið 1980 en meðlimir hennar…

Kinks (1965-67)

Hljómsveitarnafnið Kinks er kunnuglegt nafn úr breskri tónlistarsögu en hérlendis starfaði sveit með þessu nafni, líklega á árunum 1965-67, eða um það leyti sem sól þeirra bresku reis hvað hæst. Hin íslenska Kinks var starfrækt í Alþýðuskólanum á Eiðum og gæti hreinlega verið fyrsta svokallað bítlasveitin sem starfaði á Austurlandi. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Marinónsson…

Blöndustrokkarnir (1990)

Hljómsveitin Blöndustrokkarnir var starfrækt í Eiðaskóla 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Benedikt Páll Magnússon bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæjarnir), Björn Þór Jóhannsson gítarleikari og Ester Jökulsdóttir söngkona. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.

Dyslexia (1992)

Dyslexia var dauðarokkssveit starfandi í Eiðaskóla en gæti hafa verið frá Höfn í Hornafirði. Sigurður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992 en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sögu…

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Íslensk knattspyrna (1989)

Íslensk knattspyrna var hljómsveit starfandi í Eiðaskóla 1989. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum þá um vorið og var þá skipuð þeim Benedikt Páli Magnússyni bassaleikara (Trassarnir), Jóni Tryggva Jónssyni gítarleikara, Guðbjarti Pétri Árnasyni trommuleikara og Róberti Ólafssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin gekk framan af undir nafninu Kaffidanirnir.