Da Kaine (2006-07)

Hljómsveitin Da Kaine var starfandi 2006 – 07 og innihélt Garðar Örn Hinriksson söngvara, Matthías Baldursson hljómborðs- og bassaleikara, Þröst Jóhannsson gítarleikara og Finn Pálma Magnússon slagverksleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða hvort hún sé enn starfandi.

Dagfinnur dýralæknir (1991-91)

Þungarokkshljómsveitin Dagfinnur dýralæknir úr Reykjavík var starfandi 1991 og keppti í Músíktilraunum sama ár án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Matthías Matthíasson söngvari (Papar o.fl.), Haukur Már Einarsson trommuleikari og Sveinn Bjarki Tómasson bassaleikari. Sveitin starfaði ekki lengi undir þessu…

Dansdeildin (1988)

Dansdeildin var þriggja manna sveit úr Reykjavík, starfandi 1988 og tók þátt í Músítilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar þá um vorið. Meðlimir voru Árni E. Bergsteinsson, Einar M. Garðarsson og Ingibergur Kristinsson en þeir voru allir hljómborðsleikarar, Árni var jafnframt söngvari Dansdeildarinnar.

Danshljómsveit Vestfjarða (1977-81)

Danshljómsveit Vestfjarða var starfrækt á Ísafirði 1977–81. Hún var stofnuð 1977 af nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Ýrar, sem þá hafði verið starfandi síðan 1973. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Reynir Guðmundsson söngvari, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari og Örn Jónsson, sem allir höfðu verið í Ýr, auk þeirra voru Sven Arve Hovland gítar- og trompetleikari og…

Danssporið (1986-90)

Hljómsveitin Danssporið var áberandi á öldurhúsum Reykjavíkurborgar síðari hluta níunda áratugarins. Sveitin sem var í gömlu dansa geiranum, var stofnuð af frumkvæði söngkonunnar Kristbjörgu (Diddu) Löve snemma árs 1986 en hún hafði þá sungið um árabil í danshljómsveitum Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Ingólfssonar svo dæmi séu tekin. Hún fékk til liðs við sig Guðna Guðnason…

De Vunderfoolz (1986)

De Vunderfoolz (stundum einnig nefnd Mickey Dean and the Vunderfoolz) starfaði sumarið 1986, ætlaði sér stóra hluti en lognaðist út af áður en nokkuð gerðist í þeirra málum. Sveitin var stofnuð vorið 1986 og allan tímann voru meðlimir sveitarinnar parið Mike Pollock söngvari og gítarleikari (Utangarðsmenn, Bodies o.fl.) og Jóhanna St. Hjálmtýsdóttir söngkona (systir Diddúar og…

Decadent podunk (2000)

Austfirska hljómsveitin Decadent Podunk keppti í Músíktilraunum árið 2000 og komst þar í úrslit en sveitin spilaði þungt rokk. Meðlimir hennar voru Björn Ingi Vilhjálmsson gítarleikari og söngvari, Birkir Skúlason gítarleikari, Magni Þór Harðarson söngvari, Örn Ingi Ásgeirsson trommuleikari og Vignir Örn Ragnarsson bassaleikari.

Deild 1 (1983)

Hljómsveitin Deild 1 hafði gengið undir nafninu Puppets í nokkra mánuði vorið 1983 og gengið þannig undir heilmiklar mannabreytingar þegar Björgvin Gíslason fékk hana til að leika undir á tónleikum til að kynna plötu sína, Örugglega, sem þá var nýkomin út. Niðurstaðan varð sú að Björgvin gekk til liðs við sveitina sem hljómborðs- og gítarleikari,…

Deja vu (1986-87)

Deja vu var hljómsveit frá Akranesi (stofnuð síðla árs 1986) sem keppti í Músíktilraunum vorið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Þorsteinsson bassaleikari, Guðmundur Þ. Sigurðsson gítarleikari, Gautur Gunnarsson trommuleikari, Logi Guðmundsson gítarleikari og Jón Ingi Þorvaldsson söngvari. Hún komst ekki áfram í úrslitin. Hljómsveitin Batterý var síðar stofnuð upp úr Deja vu.

Diamonds (um 1960-70)

Hljómsveitin Diamonds var frá Hellissandi og starfaði á sjöunda áratug liðinnar aldar. Yfirleitt var sveitin skipuð þeim Alfreð Erni Almarssyni gítarleikara, Baldri Guðna Jónssyni trommuleikara, Benedikt Sveinbjarnarsyni bassaleikara og Vilhjálmi Hafberg söngvara, sá síðastnefndi var iðulega kallaður Villi söngur. Kristinn Haraldsson harmonikkuleikari lék einnig með sveitinni en það var yfirleitt framan af kvöldi áður en…

Diddi (1991)

Hljómsveitin Diddi kom úr Reykjavík og var starfandi 1991, tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Marteinsson trommuleikari, Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari og Þorri Jónsson söngvari. Diddi komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna en starfaði allavega eitthvað fram yfir mitt sumar.

Dirrindí [1] (1999)

Hljómsveitin Dirrindí var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem út kom í tengslum við keppnina. Engar upplýsingar er að finna um sveitina, hverjir hana skipuðu eða hversu lengi hún starfaði.

Dissan bunny (2000)

Skagfirska hljómsveitin Dissan Bunny keppti í Músíktilraunum árið 2000 og var þá skipuð þeim Árna R. Guðmundssyni gítarleikara, Rögnvaldi Inga Ólafssyni söngvara, Einari Þ. Tryggvasyni trymbli og Sveini I. Reynissyni bassaleikara. Reyndar var Rögnvaldur söngvari ekki með þeim í Músíktilraununum en Árni gítarleikari söng í hans stað. Dissan Bunny komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Dixie Moron (1995)

Hljómsveit Dixie Moron var starfandi 1995 en það árið sendi hún frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2. Meðlimir sveitarinnar þar voru Rósalind [?] söngkona, Ólafur Sigurgeirsson gítar- og trommuleikari, Egill Egilsson hljómborðs- og bassaleikari og Sigurður K. Gíslason gítarleikari. Líklegt er að þessi sveit hafi fyrst og fremst verið hljóðverssveit.

Dolby (1987-88)

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. 1987-89. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón H. Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á lúðra en…

Don spirit (um 1990-2000)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði á tíunda áratugnum norðanlands, að öllum líkindum á Sauðárkróki. Einn meðlimur hennar var Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar. Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Dordinglar (1980)

Pönksveitin Dordinglar var úr Kópavogi, starfandi 1980. Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) gítarleikari var í henni, Sævar [?] bassaleikari, Steingrímur Birgisson gítarleikari og Haukur Valdimarsson trommuleikari. Sveitin varð fremur skammlíf og ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.

Dos pilas (1992-96)

Grunge hljómsveitin Dos Pilas var stofnuð haustið 1992 í Reykjavík af þeim Ingimundi Ellert Þorkelssyni bassaleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara (Bleeding Volcano), Davíð Þór Hlinasyni gítarleikara og söngvara (Sérsveitin o.fl.), Heiðari Kristinssyni trommuleikara (Sérsveitin, No time o.fl.) og Jóni Símonarsyni söngvara (Bootlegs, Nabblastrengir o.fl.). Sveitin varð fljótlega áberandi í spilamennsku og eftir að lög með henni…

Draumalandið [1] (1990-96)

Hljómsveitin Draumalandið úr Borgarnesi var starfandi upp úr 1990 og innihélt þá Einar Þór Jóhannsson söngvar og gítarleikara, Lárus Má Hermannsson söngvara og trommuleikara trommuleikara, Pétur Sverrisson söngvara og bassaleikara og Ríkharð Mýrdal Harðarson hljómborðsleikara. Þannig skipuð átti sveitin lög á safnplötunni Landvættarokk árið 1993 og leikur Pétur Hjaltested þar á hljómborð auk Ríkharðs. 1996…

DRON [2] (1982-83)

DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) hin síðari verður fyrst og fremst minnst í íslenskri tónlistarsögu sem fyrsta sveitin til að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en það var árið 1982. Sveitin mun upphaflega hafa innihaldið sex meðlimi en hún var stofnuð til að keppa í hæfileikakeppni í Kópavogi, þeir voru þá líklega á aldrinum 13 – 14…

Drykkir innbyrðis (1986-89)

Akureyska hljómsveitin Drykkir innbyrðis starfaði á árunum 1986 til 1989 en frægðarsól hennar reis hæst þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna vorið 1986, þá einungis nokkurra mánaða gömul. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Viðar Garðarsson bassaleikari, Eiríkur S. Jóhannsson gítarleikari, Rúnar Friðriksson söngvari (Jötunuxar, Sixties), Ingvi R. Ingvason trommuleikari og Haukur Eiríksson hljómborðsleikari. Eftir Músíktilraunaævintýrið…

Duffel (1998)

Hljómsveitin Duffel var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Meðlimir voru Guðjón Albertsson gítarleikari og söngvari, Magnús Unnar Georgsson bassaleikari og Hjörtur Hjartarson trommuleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötnni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Duffel.

Duo [1] (1985)

Dúettinn Duo úr Reykjavík starfaði 1985 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar. Duo komst í úrslit en Sigurður Baldursson saxófónleikari og Ásgeir Bragason söngvari og hljómborðsleikari skipuðu sveitina.

Dúddabandið (1998)

Hljómsveitin Dúddabandið úr Kópavogi var starfandi 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Arnórsson, Högni Guðmundsson og Bjarni Björnsson sem allir rödduðu, auk Sigurðar Jónssonar gítarleikara og Bjarna Daníelssonar söngvara. Sveitinni var reyndar vísað úr keppni af ókunnum ástæðum.

Dúkkulísur (1982-)

Kvennahljómsveitin Dúkkulísur(nar) frá Egilsstöðum starfaði á árunum 1982-87 en hefur verið endurvakin öðru hvoru síðan. Sveitin var stofnuð haustið 1982 í kjölfar vinsælda Grýlnanna en nokkur vakning hafði þá verið meðal kvenna til að stofna hljómsveitir, og má þar nefna sveitir eins og Sokkabandið og Jelly systur sem störfuðu um svipað leyti. Sveitin var lengst…

Dúnmjúkar kanínur (1997)

Hljómsveitin Dúnmjúkar kanínur keppti árið 1997 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, sem þá var haldin í fyrsta skipti. Lag með sveitinni kom síðan út á safnplötunni Rokkstokk 97, sem kom út í kjölfarið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar eða líftíma að öðru leyti en hér segir.

Dykk (1990)

Hljómsveitin Dykk var starfandi upp úr 1990. Hún átti lög á safnplötunni Landvættarokk og var þá skipuð þeim Hauki Haukssyni söngvara, Jóni Elvari Hafsteinssyni gítarleikara (Stjórnin o.fl.), Guðmundi Stefánssyni trommuleikara og Jóni Ómari Erlingssyni bassaleikara (Sóldögg o.fl.). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Dykk en þær væru vel þegnar.

Dyslexia (1992)

Dyslexia var dauðarokkssveit starfandi í Eiðaskóla en gæti hafa verið frá Höfn í Hornafirði. Sigurður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992 en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sögu…

Dystophia (1992)

Reykvíska dauðarokkssveitin Dystophia var ein þeirra sveita sem þátt tóku í dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992 og var þá skipuð þeim Eiríki Guðjónssyni gítarleikara, Herbert Sveinbjörnssyni trommuleikara, Magnúsi Guðnasyni bassaleikara og Aðalsteini Aðalsteinssyni gítarleikara, sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Durex [1] (1987-89)

Hljómsveitin Durex frá Hvolsvelli starfaði í nokkur ár í kringum 1990 og lék nokkuð á sveitaböllum þess tíma á Suðurlandi. Durex var stofnuð haustið 1987 og hafði á að skipa í upphafi Lárus Inga Magnússon söngvara, Snæbjörn Reyni Rafnsson gítarleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara og bræðurna Guðmann Guðfinnsson hljómborðsleikara og Jón Guðfinnsson bassaleikara. Einnig kom Steinunn…

Deildarbungubræður (1976-79)

Deildarbungubræður var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn á árunum 1977-79 og náði að gefa út tvær stórar plötur á þeim tíma. Hljómsveitin var upphaflega sett saman sem grínverkefni fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Skagafirði um verslunarmannahelgina 1976 en þar lék hún í pásu hjá Eik, Deildarbungubræður skipuðu að sögn þeir Axel Einarsson gítarleikari, Bragi Björnsson…

Durkheim (1991)

Hljómsveitin Durkheim frá Akranesi var starfandi 1991 og líklega eitthvað lengur. Sveitin komst í úrslit Músíktilraunanna það árið en þá var sveitin skipuð þeim Einari Harðarsyni gítarleikara, Guðmundi Klaxton trommuleikara, Einari Viðarssyni söngvara, Grétari Einarssyni bassaleikara og Steini Arnari Jónssyni básúnuleikara.