Dagfinnur dýralæknir (1991-91)

engin mynd tiltækÞungarokkshljómsveitin Dagfinnur dýralæknir úr Reykjavík var starfandi 1991 og keppti í Músíktilraunum sama ár án þess þó að komast í úrslit keppninnar.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Matthías Matthíasson söngvari (Papar o.fl.), Haukur Már Einarsson trommuleikari og Sveinn Bjarki Tómasson bassaleikari.

Sveitin starfaði ekki lengi undir þessu nafni og kallaði sig Carpe diem síðar.