Acropolis (1970-72)

Hljómsveitin Acropolis (var kölluð Ítök í blábyrjun) var sjö manna sveit sem innihélt m.a. blásara, stofnuð upp úr Tárinu og Tjáningu um áramótin 1969/70. Margir efuðust um að svo fjölmennt band borgaði sig á sama tíma og sveitir með færri meðlimum kvörtuðu undan því lítið væri til skiptanna, þeir Acropolis menn létu slíkt sem vind…

Aage Lorange (1907-2000)

Aage Reinhart Lorange (f. 1907) var þrátt fyrir nafnið, íslenskur tónlistarmaður sem verður einna helst minnst fyrir að hafa starfrækt hljómsveitir undir eigin nafni í um þrjátíu ár um miðja 20. öldina. Aage fæddist í Stykkishólmi en fluttist til Reykjavíkur um tíu ára aldur þar sem hann bjó æ síðan, hann hóf að læra á…

Action [1] (1966)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi fyrir margt löngu, meðlimir hennar voru Sævar Árnason gítarleikari, Þórarinn [?] bassaleikari Gunnar [?] söngvari og Reynir [?] gítarleikari. Að öllum líkindum var um að ræða unglingahljómsveit starfandi 1966 en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Adda Örnólfs (1935-2020)

Stjarna Öddu Örnólfs söngkonu skein e.t.v. ekki eins hátt og Erlu Þorsteins og annarra söngkvenna samtíðarinnar en söngur hennar kom þó út á fjölmörgum plötum á sjötta áratugnum, og lagið Bella símamær hefur fyrir löngu orðið sígilt. Adda (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) fæddist 1935 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ung ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Átján…

Adam (1977-78)

Hljómsveitin Adam starfaði á Héraði 1977-78 og spilaði mest á heimaslóðum. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Magnússon bassaleikari, Ásmundur Kristinsson söngvari, Birgir Björnsson saxófónleikari, Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Friðrik Lúðvíksson gítarleikari. Þeir Ásmundur og Bjarni hættu sumarið 1978 og í þeirra stað komu Gunnlaugur Ólafsson og Stefán Jökulsson trommuleikari. Að öllum líkindum starfaði…

Addi rokk (1933-2019)

Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (f.1933), betur þekktur sem Addi rokk, er einna kunnastur fyrir að skemmta með Stuðmönnum við ýmis tækifæri en hann á sér nokkuð merkilega sögu sem tónlistarmaður. Addi sem var býsna skrautlegur karakter var kenndur við Möðrudal og kom víða við í tónlistar- og leiklistarlegum skilningi. Hann nam aldrei hljóðfæraleik utan þess…

Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022)

Aðalsteinn Ísfjörð Sigurpálsson (f. 1947) var kunnur húsvískur harmonikkuleikari sem kom víða við í tónlistarsköpun sinni og gaf m.a. út tvær plötur. Aðalsteinn hóf að leika á harmonikku sjö ára gamall og þrettán ára var hann farinn að leika á dansleikjum í heimabyggð, fyrst með Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur og fljótlega með hljómsveit sem bar nafnið…

Aðfall (1987-88)

Hljómsveitin Aðfall starfaði um skamman tíma síðla árs 1987 og eitthvað fram á næsta ár. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en í blaðagrein er tónlist hennar skilgreind sem ljóðrænt popp.

Afró (2000)

Hornfirska þungarokkssveitin Afró var starfandi í kringum aldamótin og keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þá var sveitin skipuð þeim Jóni Karli Jónssyni söngvara og gítarleikara, Rögnvaldi Ómari Reynissyni bassaleikara, Eymundi Inga Ragnarssyni trommuleikara og Friðriki Jónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit tilraunanna. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Afsakið! (1983-84)

Hljómsveitin Afsakið! starfaði allavega á árunum 1983-84 en hún var eins konar systursveit fönksveitarinnar Iceland seafunk corporation. Afsakið! mun hafa innihaldið þegar mest var, tólf til fjórtán manns. Sveitin var stofnuð vorið 1983 og skráði sig til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar um haustið, sem þá voru haldnar í annað skiptið. Aldrei reyndi þó á sveitina því…

Alfreð Clausen (1918-81)

Alfreð Clausen (f. 1918) er einn af frumkvöðlunum í íslenskum dægurlagasöng ásamt Hauki Morthens, Svavari Lárussyni og Sigurði Ólafssyni svo nokkrir séu nefndir en hann var jafnframt fyrstur þeirra til gefa út hljómplötu. Alfreð var farinn að koma fram í söngkvartett ríflega tvítugur að aldri um 1940 og var auk þess í sönghópnum Kátum piltum…

AIDS (1983)

Unglingahljómsveitin AIDS starfaði í Kópavogi haustið 1983, ýmsum þótti nafnið heldur ósmekklegt en þetta var um svipað leyti og samnefndur sjúkdómur var að koma upp á yfirborðið. Sveitin sem skartaði tveimur söngkonum, Arndísi [?] og Steinunni [?], lék við opnun félagsstöðvarinnar Agnaragnar í Kópavogi en ekki er víst að hún hafi komið aftur fram. Engar…

Action [2] (1983)

Hljómsveitin Action starfaði í stuttan tíma fyrri hluta ársins 1983, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari, Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Steingrímur Bjarnason trommuleikari.

Afturgangan (1968-69)

Um hljómsveitina Afturgönguna (Afturgöngurnar) frá Sauðárkróki er litlar upplýsingar að finna. Meðlimir hennar munu þó hafa verið Hörður G. Ólafsson, Valgeir Kárason, Jóhann Friðriksson og Guðni Friðriksson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1968-69 en breyttu nafni sveitarinnar í Stuff / Stöff þegar gítarleikarinn Sveinn Ingason…

Alfa beta [2] [útgáfufyrirtæki] (1989-)

Útgáfufyrirtækið Alfa beta var rekið af Guðmundi Hauki Jónssyni en hann hafði einmitt á árum áður rekið samnefnda hljómsveit. Alfa beta gaf út plötur á árunum í kringum 1990 og má þar nefna Barnadansa, Allir með, Allir með aftur, Jólaball (endurútgáfa plötu með Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni) og sólóplötur Guðmundar Hauks og Roof tops sem hann…

Alfa beta [1] (1975-84)

Hljómsveitin Alfa beta verður seint talin meðal sveita sem breyttu íslenskri tónlistarsögu en hún gerði einkum út á létta ábreiðutónlist fyrir ballgesti á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hljómsveitin gerði þó betur en margar aðrar sveitir í því að hún gaf út plötu, þar sem uppistaðan var gömul erlend lög með íslenskum textum. Alfa…

Albinói 98 (1998)

Hljómsveitin Albinói 98 keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Í kjölfarið kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Atli Már Þorvaldsson gítar-, hljómborðs- og ásláttarleikari og Þröstur Sveinbjörnsson hljómborðsleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Alexis (1986)

Alexis var reykvísk hljómsveit, starfandi 1986 og var skráð til leiks í Músíktilraunir vorið 1986. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar.

Albert Klahn (1885-1960)

Albert Klahn var einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem hingað til lands komu á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar og settu mikinn svip á tónlistarlíf Íslendinga auk þess að stuðla að miklum framgangi þess. Albert Klahn var fæddur í Þýskalandi 1885 og var snemma ljóst hvert stefndi því hann var farinn að læra á fiðlu hjá föður…

Albatross (1998)

Hljómsveitin Albatross var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppnninni í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru Davíð Guðbrandsson söngvari og Margeir Einar Margeirsson, Gústav Helgi Haraldsson og Ingi Þór Ingibergsson, allir tölvumenn. Albatross átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í tilefni af keppninni. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Akureyrar-útlagarnir (1985-86)

Akureyrar-útlagarnir var eins og nafnið gefur til kynna, akureysk sveit og lét til sín taka um nokkurra mánaða skeið norðanlands veturinn 1985-86. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestar o.fl.), Steinþór Stefánsson bassaleikari (Q4U o.fl.) Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson söngvari og klarinettuleikari, Kristinn V. Einarsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson orgelleikari.…

Akrýl (2002-06)

Hljómsveitin Akrýl var stofnuð í Reykjavík í byrjun árs 2002 af Sigurði Atla Sigurðarsyni gítarleikara og Guðjóni Björgvinssyni trommuleikara. Helgi Steinar [?] bassaleikari gekk fljótlega til liðs við sveitina en staldraði stutt við. Arnar Sigurðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og þannig var sveitin skipuð þar til Guðmundur [?] bættist í hópinn, ekki liggja fyrir…

Alli Rúts (1946-)

Alli Rúts (Albert Sigurður Rútsson) var áberandi í íslensku skemmtanalífi einkum á sjöunda áratug síðustu aldar en síðar einna þekktastur fyrir bílasölur og hótel- og veitingahúsarekstur. Alli (f. 1946) fæddist í Skagafirðinum, sonur Rúts Hannessonar harmonikkuleikara og hljómsveitastjóra en fluttist til Siglufjarðar, þar sem hann síðan ólst upp. Þar byrjaði hann að troða upp um eða…

Alfa beta [1] – Efni á plötum

Alfa beta [1] – Velkomin í gleðskapinn Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 035 Ár: 1978 1. Allir eru að brugga 2. Yfir og undir 3. Sumarfrí 4. Ég fæ það 5. Við eigum saman 6. Ég skal gera það strax 7. Bara af því 8. Velkomin í gleðskapinn 9. Ég kom af sjónum 10. Bálskotinn 11.…

Alli Rúts – Efni á plötum

Alli Rúts – Kátir voru krakkar: 4 barnalög Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 269 Ár: 1973 1. Lína langsokkur 2. Grýlugæla 3. Ég er jólasveinn 4. Grýlupopp Flytjendur Albert Rútsson – söngur Carl Möller – engar upplýsingar Stefán Jóhannsson – engar upplýsingar

Aðalsteinn Ísfjörð – Efni á plötum

Jón Hrólfsson og Aðalsteinn Ísfjörð – Samspil Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 27 Ár: 1984 1. Champagne polka 2. Hilsen fra Mälselv 3. Hjortlands reinlender 4. Serenade in the night 5. Jämtgubben polka 6. Scottish brilliante 7. Prior accordion club march 8. Balled i Belgium 9. I ur och skur 10. Veiðimaðurinn 11. Blomsterbuketten 12. Skärgårdsflirt 13.…

Adda Örnólfs – Efni á plötum

Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1.Indæl er æskutíð 2. Íslenzkt ástarljóð Flytjendur: Adda Örnólfs – söngur Ólafur Briem – söngur Tríó Ólafs Gauks – engar upplýsingar   Adda Örnólfs og Ólafur Briem Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttir Útgáfunúmer: HSH 14 Ár: 1954 1. Nótt í Atlavík 2. Togarar…

Allsherjarfrík (1982-83)

Allherjarfrík var pönksveit, starfandi á Ísafirði snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru 1982 þeir Kristinn Níelsson gítarleikari, Bjarni (Brink) Brynjólfsson söngvari (síðar ritstjóri Séð & heyrt), Guðmundur Hjaltason bassaleikari og Sigurður G. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfirskar nýbylgjugrúbbur (1983).

Alternativ music festival [tónlistarviðburður] (1975)

Fjölþjóðlega tónlistarhátíðin Alternativ music festival var haldin í Stokkhólmi í mars 1975 í því skyni að mótmæla Eurovision söngvakeppninni sem haldin var um sama tíma í Svíþjóð í kjölfar sigurs Abba í keppninni, og um leið að vekja athygli á þeim fjölbreytileika sem evrópsk tónlist gæti boðið upp á í stað þeirrar stöðnuðu ímyndar sem…

Aliter teatrum (1985)

Aliter teatrum var eins konar nýbylgjuútgáfa af hljómsveitinni Nefrennsli og starfaði um skamma hríð árið 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Egill Eyþórsson gítarleikari, Alfreð Jóhannes Alfreðsson trommuleikari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Jón Gunnar Kristinsson (Jón Gnarr) söngvari.

Alli og Heiða (1982-86)

Alli og Heiða, aukasjálf leikaranna Aðalsteins Bergdal og Ragnheiðar Steindórsdóttur komu fram á sjónarsviðið 1982 þegar Ísafoldarprentsmiða gaf út sína fyrstu og einu plötu en á henni var að finna tuttugu og fimm barnalög, aukinheldur fylgdi eins konar litabók með myndum Ólafar Knudsen af aðalpersónunum. Lögin voru eftir Asger Pedersen en hann ku hafa samið…

Annað hljóð í strokkinn [tónlistarviðburður] (1981)

Tónlistarhátíðin Annað hljóð í strokkinn var haldin sumarið 1981. Fjölmargar íslenskar nýbylgju- og pönksveitir komu fram á tónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöllinni, þar má nefna Box, Taugadeildina, Tappa tíkarrass, Þey, Baraflokkinn, Exodus og gjörningasveitina Bruna BB en síðast nefnda sveitin stal í raun senunni með uppákomu sem varð að miklum fjölmiðlasirkusi. Þeir hugðust kveikja…

Alli og Heiða – Efni á plötum

Alli og Heiða – 25 barnalög Útgefandi: Ísafoldarprentsmiða Útgáfunúmer: LL 001 Ár: 1982 1. Kannast þú við horn 2. Í eldspýtustokki 3. Kóngulóarsöngur 4. Froskasöngur 5. Andstæðurnar 6. Vindurinn 7. Hvað gefa dýrin okkur 8. Ungar dýranna 9. Fjórtán risar 10. Þegar vorar 11. Af stað í fríið 12. Steinarnir í fjörunni 13. Á ströndina 14.…

Anný Ólafsdóttir (1941-2014)

Anný Elsa Ólafsdóttir er án efa ein af fyrstu barnastjörnum íslenskrar tónlistarsögu. Hún söng inn á tveggja laga jólaplötu sem gefin var út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur 1952 en hún var þá aðeins ellefu ára gömul. Í kjölfarið söng hún víða á skemmtunum næstu tvö árin. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Anný. Efni á…

Amý (1984-85)

Reykvíska kvennahljómsveitin Amý starfaði um nokkurra mánaða skeið 1984 og 85, án þess þó líklega að koma nokkru sinni opinberlega fram. Sveitin var í upphafi skipuð þeim Bídó [?], Kolbrúnu [?] og Hörpu [?] en Harpa mun hafa hætt, Hjödda [?] söngkona og Dilla [?] trommuleikari komu síðar til sögunnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um…

Amor (1965-69)

Hljómsveitin Amor hélt uppi stuðinu í Vogaskóla (og líklega einnig Austurbæjarskóla) á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Sveitin hafði að geyma nokkra valinkunna meðlimi en þeir voru Tómas M. Tómasson bassaleikara og söngvara (sem síðar varð þekktari með Stuðmönnum og Þursaflokknum), Sigurður Valgeirsson trommuleikari (Spaðar o.fl.) síðar fjölmiðlamaður, Flórentínus Marteinn Jensen gítarleikari og Sigurður…

Amon Ra (1971-82)

Amon Ra (AmonRa) er klárlega ein þekktasta hljómsveit Austfirðinga fyrr og síðar og skipar sér með merkilegri sveitum áttunda áratugarins. Fjölmargir síðar þekktir tónlistarmenn fóru í gegnum þessa sveit og mætti kannski segja hana hafa verið eins konar uppeldisstöð tónlistarmanna á sínum tíma en fjöldi þeirra var líklega um fjörutíu, eftir því sem Dr. Gunni segir…

Amon Ra – Efni á plötum

Amon Ra – [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: SÁM 45 Ár: 1981 1. Ástardraumar 2. Dansaðu fíflið þitt Flytjendur [engar upplýsingar um flytjendur]   Heimavarnarliðið – Hvað tefur þig bróðir? Útgefandi: Ríma Útgáfunúmer: Ríma 001 Ár: 1982 1. Kjartan Ragnarsson og Heimavarnarliðið – 30. mars 2. Sverrir Guðjónsson – Hvað tefur þig bróðir? 3. Silja Aðalsteinsdóttir…

Amnesia (1998)

Hljómsveitin Amnesia var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út í kjölfarið á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í tengslum við keppnina. Meðlimir Amnesiu voru Arnar Valgeirsson bassaleikari, Hafsteinn Ísaksen söngvari og gítarleikari, Óskar Gunnlaugsson gítarleikari og Teitur Hjaltason trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari…

Amma Dýrunn (1987-94)

Amma Dýrunn var akureysk hljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar. Amma Dýrunn hlaut nafn sitt vorið 1990 en meðlimir hennar höfðu þá reyndar starfað saman meira og minna frá 1987 undir öðrum nöfnum. Sveitin lék á böllum, einkum norðanlands til sumarsins 1994 eða jafnvel lengur en einhverjar mannabreytingar höfðu…

Alþýðukórinn (1950-67)

Alþýðukórinn svokallaði var öflugur blandaður kór sem starfaði innan verkalýðshreyfingarinnar um árabil á tuttugu öldinni, má segja að hlutverk kórsins hafi verið svipað því sem Lúðrasveit verkalýðsins hefur haft innan hreyfingarinnar. Alþýðukórinn (í upphafi nefndur Söngfélag verkalýðssamtakanna, stundum jafnvel Söngfélag verkalýðsfélaganna) var stofnaður í ársbyrjun 1950 og var Sigursveinn D. Kristinsson fyrsti stjórnandi kórsins, hann gegndi…

Alþýðukórinn – Efni á plötum

Alþýðukórinn [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 246 Ár: 1962? 1. Nú er ég glaður 2. Í Babylon 3. Yfir fjöll, yfir sveitir 4. Ég að öllum háska hlæ 5. Þitt hjartans barn Flytjendur Alþýðukórinn – söngur undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar 

Alto [1] (um 1960-65)

Hljómsveit að nafni Alto (stundum nefnd Alto kvintett eða Alto sextett) var stofnuð í Hagaskóla á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar, jafnvel 1960 eða 61. Stofnmeðlimir Alto voru Jón Pétur Jónsson bassaleikari, Sveinn Guðjónsson píanóleikari, Sigurður Viggó Kristjánsson trommuleikari, Einar Páll [?] trompetleikari og Guðni Pálsson saxófónleikari en er þeir luku námi tóku aðrir við…

Alvaran (1994)

Hljómsveitin Alvaran lék á sveitaböllum um land allt um nokkurra mánaða skeið sumarið 1994. Sveitin var stofnuð snemma árs 1994 og voru meðlimir hennar Grétar Örvarsson söngvari og hljómborðsleikari, Ruth Reginalds söngkona, Kristján Edelstein gítarleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Alvaran tók upp tvö lög sem fóru á safnplötuna Ýkt böst sem út…

Alukard (1983)

Hljómsveitin Alukard (Drakula afturábak) starfaði í Kópavogi haustið 1983 og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst ekki í úrslit. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar.

Alveg svartir (1993)

Hljómsveitin Alveg svartir mun hafa verið starfandi haustið 1993, líklega þó ekki nema í stuttan tíma. Sveitin spilaði eitthvað á öldurhúsum borgarinnar og var Ragnar Kristinn Gunnarsson (Raggi Sót) sem einna þekktastur er fyrir að hafa verið í Skriðjöklum, einn meðlima. Um aðra meðlimi sveitarinnar er ekkert vitað.

Atómmenn (um 2000)

Hljómsveitin Atómmenn var líklega starfrækt sem einhvers konar sveitaballa- eða pöbbaband í kringum árið 2000. Sveitin varð ekki langlíf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar.

Atlantic kvartettinn (1958-61)

Atlantic kvartettinn var eins konar undanfari hinnar eiginlegu Hljómsveitar Ingimars Eydal en sveitin var stofnuð sumarið 1958 af bræðrunum Ingimari og Finni Eydal, Edwin Kaaber og Sveini Óla Jónssyni. Hljómsveit Ingimars hafði reyndar starfað í einhverri mynd í nokkur ár og stundum var Atlantic kvartettinn reyndar kölluð Hljómsveit Ingimars Eydal þannig að saga sveitanna er…

Aten (2005-06)

Hljómsveitin Aten frá Akureyri og Grenivík var stofnuð 2005 upp úr Fatam Letum, Aten var enn starfandi 2006 og tók þátt það árið í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru þá Benedikt M. Snædal söngvari, Benjamín Ingi Guðgeirsson bassaleikari, Jón Geir Friðbjörnsson trommuleikari, Björn Elvar Óskarsson gítarleikari og Sævar Helgi Dúason gítarleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…