Amý (1984-85)

engin mynd tiltækReykvíska kvennahljómsveitin Amý starfaði um nokkurra mánaða skeið 1984 og 85, án þess þó líklega að koma nokkru sinni opinberlega fram. Sveitin var í upphafi skipuð þeim Bídó [?], Kolbrúnu [?] og Hörpu [?] en Harpa mun hafa hætt, Hjödda [?] söngkona og Dilla [?] trommuleikari komu síðar til sögunnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um full nöfn meðlima Amýjar né hljóðfæraskipan utan þess sem birtist hér að ofan.