Durkheim (1991)

Hljómsveitin Durkheim frá Akranesi var starfandi 1991 og líklega eitthvað lengur. Sveitin komst í úrslit Músíktilraunanna það árið en þá var sveitin skipuð þeim Einari Harðarsyni gítarleikara, Guðmundi Klaxton trommuleikara, Einari Viðarssyni söngvara, Grétari Einarssyni bassaleikara og Steini Arnari Jónssyni básúnuleikara.

Afmælisbörn 4. janúar 2015

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur á hvorki meira né minna en sjötugs afmæli á þessum degi. Gunnar þarf varla að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…