Eftirlýst (1993)
Hljómsveitin Eftirlýst var hvorki áberandi né langlíf í íslenskri tónlistarsögu, raunar eru bara til heimildir um að hún hafi leikið eitt kvöld opinberlega, sumarið 1993, en þá hafði hún starfað í um tvo mánuði. Það kvöld voru meðlimir hennar söngkonan Jóna De Groot en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óðinn B. Helgason bassaleikari, Hörður Hákonarson gítarleikari,…