Eftirlýst (1993)

Eftirlýst1

Eftirlýst

Hljómsveitin Eftirlýst var hvorki áberandi né langlíf í íslenskri tónlistarsögu, raunar eru bara til heimildir um að hún hafi leikið eitt kvöld opinberlega, sumarið 1993, en þá hafði hún starfað í um tvo mánuði. Það kvöld voru meðlimir hennar söngkonan Jóna De Groot en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óðinn B. Helgason bassaleikari, Hörður Hákonarson gítarleikari, Óskar Ingi Gíslason trommuleikari og Pétur Geir Ármannsson hljómborðsleikari.