Mary Poppins (1997-2000)

Hljómsveitin Mary Poppins var eins konar fjarskyldur ættingi hljómsveitanna Jet Black Joe og Jetz en náði ekki þeim hæðum sem að minnsta kosti fyrrnefnda sveitin náði. Sveitin sendi þó frá sér smáskífu og breiðskífu í kringum aldamótin. Gunnar Bjarni Ragnarsson hafði notið velgengni sem aðal lagasmiður Jet Black Joe og þegar sögu þeirrar sveitar lauk…

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.

Eftirlýst (1993)

Hljómsveitin Eftirlýst var hvorki áberandi né langlíf í íslenskri tónlistarsögu, raunar eru bara til heimildir um að hún hafi leikið eitt kvöld opinberlega, sumarið 1993, en þá hafði hún starfað í um tvo mánuði. Það kvöld voru meðlimir hennar söngkonan Jóna De Groot en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óðinn B. Helgason bassaleikari, Hörður Hákonarson gítarleikari,…