Afmælisbörn 23. nóvember 2014

Erlingur Björnsson

Erlingur Björnsson

Afmælisbörnin í dag eru eftirfarandi:

Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma á stórafmæli dagsins, hann er sjötugur. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík, gerðist síðar umboðsmaður Trúbrota.

Svanhildur Jakobsdóttir söng- og dagskrárgerðarkona er 74 ára, hún með lengstum með hljómsveit eiginmanns síns, Sextett Ólafs Gauks, en einnig með öðrum sveitum. Hún gaf út nokkrar sólóplötur og söng inn á fjölmargar aðrar.

Kjartan Hákonarson trompetleikari er 32 ára, hann hefur leikið í fjölmörgum sveitum eins og Jagúar og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar en líklega eru fáar plötur í seinni tíð sem hann hefur ekki leikið inn á.

Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari (1930) frá Akureyri hefði einnig átt afmæli þennan dag en hún lést 2012. Hún nam bæði hér heima og erlendis, var undirleikari fjölmargra kóra og einsöngvara og lék þ.a.l. inn á margar hljómplötur.