Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg

Blúsfélag Reykjavík styrktartónleikarHinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 2. febrúar næstkomandi.

Á tónleikunum sem hefjast stundvíslega kl. 21.00 koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Þeirra á meðal eru Katanes (Sigurður Sigurðsson og félagar), Strákarnir hans Sævars (Sævar Árnason og félagar), Dóri Braga, Róbert Þórhallsson og fleiri

Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrkar Ísland-Nepal góðgerðasamtökunum sem standa að rekstri og skipulagningu barnaheimilisins Blessing Child Welfare Home. heimili í Nepal.

Hjónin Bal og Sharmila búa á heimilinu. Þau eru ósköp venjulegt sveitafólk sem eru fyrir tilviljun í þessari aðstöðu og standa sig stórkostlega. Þau eiga tvö lítil börn sjálf og önnur ellefu búa á heimilinu. Börnin koma öll úr aðstæðum þar sem skólaganga og regluleg læknisþjónusta er útilokuð. Þökk sé stuðningsfjöskyldunum eru þau öll í skóla, búa við öryggi, fá próteinríka fæðu, skó og fatnað.

Rekstur heimilisins er langtímaverkefni en núna er markmiðið að koma tölvum og interneti á heimilið. Það mun veita börninum ómetanlegan styrk í framtíðina og auðvelda þeim áframhaldandi skólagöngu. Öll viðbótarframlög fara nú í þetta verkefni og er allur stuðningur kærkominn.

Nánari upplýsingar er að finna á https://www.facebook.com/events/794164070620271/