Fist (1984-85)

Fist

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi.

Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs við sveitina breyttu þeir um nafn og hófu að leika á tónleikum, aðrir meðlimir sveitarinnar voru þá Jón Guðjónsson / Guðjónsson bassaleikari, Kristófer Máni Hraundal gítarleikari, Marteinn Bragason trommuleikari og Guðlaugur Falk gítarleikari. Valtýr Björn Thors gítarleikari ku einnig hafa starfað lítillega á einhverjum tímapunkti með þeim félögum sem og Guðmundur Sigmarsson gítarleikari.

Fist kom fram í fjölmörg skipti frá því um haustið 1984 og fram á sumarið 1985 en hætti þá, um svipað leyti og tveggja laga smáskífa var tilbúin til útgáfu. Sú skífa kom reyndar út undir nafni C.o.t. og gerði Eiður nokkrar tilraunir síðar til að endurvekja sveitina undir C.o.t. nafninu, Chariot of thunder og Þrumuvagninum.