Stingandi strá (1992-97 / 2005)

Hljómsveitin Stingandi strá er ekki með þekktustu rokksveitum hérlendis en sveitin á sér þó heilmikla sögu sem spannar víða um Evrópu en hún fór m.a. í nokkurra mánaða tónleikatúr um álfuna, ein plata liggur eftir sveitina. Stingandi strá mun hafa verið stofnuð síðla árs 1992 af Sigvarði Ara Huldarssyni gítarleikara og Sævari Ara Finnbogasyni gítarleikara…

Afmælisbörn 29. mars 2022

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og átta ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Skruggur (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blússveit sem gekk undir nafninu Skruggur og starfaði líklega um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Valtýr Björn Thors mun hafa verið gítarleikari sveitarinnar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Skjaldmeyjar flotans (1996)

Hljómsveit skipuð kvenfólki í meirihluta starfaði árið 1996 undir nafninu Skjaldmeyjar flotans og var eins konar kántrísveit. Meðlimir Skjaldmeyja flotans voru Kidda rokk (Kristín Þórisdóttir) bassaleikari [?], Eygló [Kristjánsdóttir?] gítarleikari [?], Guðveig [Anna Eyglóardóttir?] söngkona [?], Sigríður Árnadóttir söngkona [?], Valtýr Björn Thors gítarleikari [?] og Jón Mýrdal trommuleikari. Kunnugir mættu gjarnan staðfesta nöfn og…

Sigvaldi og stólpípan (um 1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Sigvaldi og stólpípan en sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Legó og Bólu-Hjálmar og vörturnar. Sveitin var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð að öllum líkindum árið 1984 eða um það leyti og kom einu sinni fram á tónleikum innan skólans. Fyrir liggur að Valtýs Björn Thors…

Fist (1984-85)

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi. Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs…

Bíllinn (1992-93)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Bíllinn eru af skornum skammti en sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins í um eitt og hálft ár að minnsta kosti og kom fram á rokktónleikum tengdum listahátíðum sumrin 1992 og 93. Svo virðist sem Helgi Hauksson [?] og Valtýr Björn Thors [?] hafi verið í Bílnum en…

Funk harmony park (2000-)

Rafsveitin Funk harmony park var stofnuð aldamótaárið og hefur starfað síðan, með mislöngum hléum. Framan af var sveitin skipuð þeim Inga Þór Eyjólfssyni og Hauki Davíð Magnússyni en Valtýr Björn Thors bættist síðar í hópinn. Líklegt er að fleiri hafi komið við sögu sveitarinnar, alltént hafa einhverjar frekari mannabreytingar átt sér stað í henni. Sveitin…

Graupan (1990-)

Harðkjarna-geimrokks-djassspunasveitin Graupan var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um tíma á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og vakti nokkra athygli fyrir illskilgreinanlega tónlist en sveitin hefur sent frá sér tvær afurðir í formi kassetta. Graupan mun hafa verið stofnuð síðla árs 1990 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Helgi Hauksson (Hamlette Hok) gítar-,…