Graupan (1989-)

engin mynd tiltækGraupan var hljómsveit sem litlar upplýsingar finnast um. Bæði er óljóst hverjir skipuðu sveitina sem og hvernig saga hennar almennt hljómar.

Valtýr Björn Thors, Guðmundur Ingi Markússon, Rúnar Magnússon og Helgi Hauksson (Hamlette Hok) hafa allir verið viðloðandi Graupuna en þeir eru hugsanlega fleiri sem hafa haft þar styttri viðkomu. Sveitin kom fyrst opinberlega fram 1991 en var stofnuð tveimur árum áður.

Tónlist Graupunnar er sömuleiðis illskilgreinanleg og hefur henni ýmist verið lýst sem tilraunakenndri og óhlutstæðri djasspönksveit, eða sem hávaðasveit með rafívafi.

Sveitin sendi frá sér tvær snældur á sínum tíma, Eytt (1992) og Lyfjun (1993) sem fóru ekki hátt en einnig hafði Graupan átt efni á safnsnældunni Snarl III (1991)

Graupan hefur starfað allt til dagsins í dag, með hléum.

Efni á plötum