Funk harmony park (2000-)

Funk harmony park

Funk harmony park

Rafsveitin Funk harmony park var stofnuð aldamótaárið og hefur starfað síðan, með mislöngum hléum.

Framan af var sveitin skipuð þeim Inga Þór Eyjólfssyni og Hauki Davíð Magnússyni en Valtýr Björn Thors bættist síðar í hópinn. Líklegt er að fleiri hafi komið við sögu sveitarinnar, alltént hafa einhverjar frekari mannabreytingar átt sér stað í henni. Sveitin gekk undir ýmsum nöfnum í upphafi, s.s. Equinox og Freq Unique.

Upphaf útgáfusögu Funk harmony park miðast við útgáfu tveggja platna í litlu upplagi, Recycling the blues og Essence  (2003). Sú síðarnefnda hlaut prýðilega gagnrýni í Morgunblaðinu og í kjölfarið gerði sveitin plötusamninga við erlend útgáfufyrirtæki, fyrst bandarísku útgáfuna Fade records og fleiri samningar fylgdu í kjölfarið.

Nokkrar smáskífur og endurhljóðblandanir litu dagsins ljós næstu árin en síðan 2007 hefur sveitin legið í dvala að mestu þrátt fyrir að plötur hafi komið út allt til 2009.

Funk harmony hefur aldrei hætt störfum og hefur undanfarið unnið að nýrri plötu.

Efni á plötum