Afmælisbörn 24. febrúar 2015

Fimm afmælisbörn eiga þennan dag: Karl Jónatansson harmonikkuleikari er fyrstur á blaði en hann er hvorki meira né minna en 91 árs. Karl er frá Blikalóni á Melrakkasléttu þar sem mikil harmonikkuhefð ríkir, hann byrjaði tíu ára að leika á harmonikku opinberlega, fyrst einn síns liðs en síðar með hljómsveitum. Hann hefur gefið út fjölmargar…