Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Sæmundsson voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að spila…

Boy’s brigade (1983-84)

Hljómsveitin Boy‘s brigade var eins konar undanfari Rikshaw sem gerði garðinn frægan um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1983 en hlaut líklega ekki nafn fyrr en vorið 1984 þegar hún birtist fyrst opinberlega á Safari og lék þar frumsamda tónlist kennda við nýrómantík. Skipan sveitarinnar var nokkuð sérstök en hún var þá án bassaleikara…

Graupan (1990-)

Harðkjarna-geimrokks-djassspunasveitin Graupan var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um tíma á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og vakti nokkra athygli fyrir illskilgreinanlega tónlist en sveitin hefur sent frá sér tvær afurðir í formi kassetta. Graupan mun hafa verið stofnuð síðla árs 1990 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Helgi Hauksson (Hamlette Hok) gítar-,…

E-X (1986-89)

Hljómsveitin E-X starfaði undir lok níunda áratugar liðinnar aldar og þótti efnileg en skildi þó líklega aldrei eftir sig almennilegan minnisvarða, tónlistarskríbentar þess tíma voru reyndar duglegir að kalla hana óheppnustu hljómsveit Íslandssögunnar. E-X var hafnfirsk, stofnuð um áramótin 1986-87 upp úr annarri sveit, Prófessor X sem hafði að mestu verið skipuð sömu meðlimum og…

Fílharmóníusveitin (1982-83)

Fílharmóníusveitin var tríó stofnuð haustið 1982 í Hafnarfirði og tók hún þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sama haust. Sveitin komst í úrslit og endaði í öðru til þriðja sæti í keppninni ásamt Englabossum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar S. Guðmundsson gítarleikari, Eyjólfur Lárusson trommuleikari og Steinn Á. Magnússon bassaleikari en Ragnar Óskarsson tók síðar…

Prófessor X (1986)

Hljómsveitin Prófessor X var stofnuð snemma árs 1986 og hafði frá upphafi að geyma þá Ragnar Óskarsson bassaleikara (Bubbleflies o.fl.), Pétur Hallgrímsson gítarleikara (Cosa nostra o.m.fl.), Eyjólf Lárusson trommuleikara og Óskar Þórisson söngvara og saxófónleikara (Mogo homo, Taugadeildin o.fl.). Sveitin starfaði einungis í nokkra mánuði og kom reglulega fram opinberlega, m.a. í tengslum við 200 ára…

Regn [2] (1992)

Hljómsveitin Regn var starfandi 1993 en það sumar var haldin tónlistarhátíð í Þjórsárdal og var gefin út safnplata í tengslum við það. Platan hét Íslensk tónlist 1993 en ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Regns á umslagi hennar. Heimildir herma þó að Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Ragnar Óskarsson bassaleikari (báðir úr E-X) hafi…