R 18856 (1998)

Hljómsveitin R18856 var starfandi 1998 og tók þátt það árið í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Í kjölfarið kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari og gítarleikari, Birgir Örn Brynjólfsson trommuleikari, Ármann Sigmarsson gítarleikari og Ísleifur Birgisson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

R&R músík [útgáfufyrirtæki] (1994-)

Útgáfufyrirtækið R&R músík (Error) var stofnað 1994 af Rafni Jónssyni trommuleikara (Sálin hans Jóns míns, Grafík, Ýr o.m.fl.). Auk þess að vera plötuútgáfa rak Rafn hljóðupptökuver undir sama nafni en hann hafði áður rekið slík hljóðver. R&R gaf út fjölda platna og eftir að Rafn lést 2004 tóku synir hans, Egill og Ragnar, við rekstri…

Rabbi (1954-2004)

Rafn Jónsson tónlistarmaður (f. 1954) eða Rabbi eins og hann var iðulega nefndur, á rætur sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði hann lengst af á Ísafirði þótt fæddur sé á Suðureyri við Súgandafjörð. Rafn var á Ísafirði trommuleikari í hljómsveitum eins og Perlunni/Útför Rabba Jóns, Náð, Ýr (sem gaf út plötuna Ýr er skýr/Ýr…

Rabbi & co. (1993)

Hljómsveitin Rabbi & Co var stofnuð utan um sólóplötu Rafns Jónssonar, Ef ég hefði vængi. Meðlimir sveitarinnar voru auk Rabba, sem þá spilaði á slagverk, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Einarsson gítarleikari, Jens Hansson hljómborðs- og saxófónleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sveitin spilaði víða til kynningar á plötunni fyrir jólin 1993 en hætti síðan störfum.

Raddlaus rödd (1999-2000)

Hljómsveitin Raddlaus rödd starfaði 1999, keppti í Músíktilraunum þá um vorið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Jóhann Linnet Hafsteins bassaleikari og Ólafur Þór Ólafsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á sautjánda ári. Sveitin keppti aftur að ári skipuð sama mannskap en náði ekki heldur í úrslit í…

Radíus [1] (1980-84)

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti. Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði…

Radíus [2] (2004-05)

Hljómsveitin Radíus var starfandi um tíma á Seltjarnarnesi. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 og var skipuð þeim Jóhannesi Hilmarssyni söngvara, Herði Bjarkasyni trommuleikara, Árna Benedikt Árnasyni gítarleikara, Magnúsi Pétri [?] gítarleikara og Sigurði G [?] bassaleikara. Radíus hætti störfum 2005.

Radíus bræður (1992-)

Radíus bræðurnir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson voru áberandi skemmtikraftar á tíunda áratug síðustu aldar en þeir þóttu þá ferskir og með nýja grínnálgun sem var í grófara lagi en féll í góðan jarðveg, einkum hjá ungu fólki. Þótt þeir Radíus bræður væru þekktastir fyrir uppistönd sín og útvarpsþætti birtust þeir einnig sem…

Rafael (1991-96)

Sveitaballahljómsveitin Rafael frá Húsavík spilaði lengstum á heimaslóðum á tíunda áratug liðinnar aldar og mun meðal annars hafa verið öflug á þorrablótamarkaðnum. Rafael var stofnuð vorið 1991, í upphafi voru Jón Ingólfsson hljómborðsleikari, Örn Sigurðsson söngvari og saxófónleikari, Elvar Bragason gítarleikari og ónefndur bassaleikari í hljómsveitinni. Þórarinn Jónsson trommuleikari bættist í hópinn fljótlega en ekki er…

Raflost [1] (1968)

Hljómsveitin Raflost var skólahljómsveit sem starfaði allavega 1968. Herbert Guðmundsson var meðlimur í henni, um það bil tólf ára gamall. Mike Pollock var víst líka í þessari sveit. Ekki er vitað hverjir fleiri komu við sögu í sveitinni.

Raflost [2] (1980)

Hljómsveitin Raflost starfaði í kringum 1980 og innihélt m.a. Gunnar Ellertsson bassaleikara og bræðurna Þórarin og Árna Kristjánssyni sem spiluðu á trommur og gítar. Þremenningarnir stofnuðu síðar pönksveitina Vonbrigði en höfðu allir verið í Hrúgaldin áður.

Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Ragnar Baldur Bjarnason (f. 1934) er einn ástsælasti dægurlagasöngvari íslenskrar tónlistarsögu. Hann var sonur Bjarna Böðvarssonar og hlaut tónlistina beint í æð en Bjarni rak eigin hljómsveit um árabil. Móðir Ragnars, Lára Magnúsdóttir var ennfremur dægurlagasöngkona, líklega ein sú allra fyrsta hér á landi. Tónlistarferill Ragnars hófst reyndar á því að hann lék á trommur…

Ragnar H. Ragnar (1898-1987)

Ragnar H. Ragnar var þekktur tónlistarfrömuður á Ísafirði og telst vera ásamt Jónasi Tómassyni, fremstur til eflingar tónlistarlífs á árum áður vestra. Ragnar Hjálmarsson (Ragnar H. Ragnar) (f. 1898) ólst upp í S-Þingeyjasýslu og fluttist ungur til Kanada, þar nam hann m.a. píanóleik, hljómfræði og fleira, og vann ýmiss störf auk þess sem hann stjórnaði…

Rassálfarnir (1997)

Rassálfarnir eru hljómsveit sem tók þátt í Rokkstokk hljómsveitkeppninni í Keflavík 1997 en sveitin innihélt m.a. þá Áka Ásgeirsson og Starkað Barkarson sem gáfu út plötu saman. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 97. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Rassálfana.

Redicent (1996)

Hljómsveit Redicent var starfandi 1996. Hún átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996) og var þá skipuð þeim Þresti Jóhannssyni söngvara og gítarleikara, Páli Arnari bassaleikara, Kjartani Þórissyni trommuleikara og Þresti E. Óskarssyni hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Reflex (1982-83)

Hljómsveitin Reflex starfaði um tveggja ára skeið, á árunum 1982-83 og vakti þá nokkra athygli. Stofnmeðlimir Reflex voru þeir Guðmundur Sigmarsson gítarleikari og Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari en fljótlega bættist Heimir Már Pétursson söngvari (síðar fjölmiðlamaður) í hópinn og að lokum kom trommuleikarinn Baldvin Örn Arnarson til leiks. Þannig skipuð tók Reflex þátt í fyrstu…

Regn [2] (1992)

Hljómsveitin Regn var starfandi 1993 en það sumar var haldin tónlistarhátíð í Þjórsárdal og var gefin út safnplata í tengslum við það. Platan hét Íslensk tónlist 1993 en ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Regns á umslagi hennar. Heimildir herma þó að Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Ragnar Óskarsson bassaleikari (báðir úr E-X) hafi…

Reif serían [safnplöturöð] (1992-97)

Reif-serían er ein vinsælasta og söluhæsta safnplötusyrpan sem sett hefur verið á markað á Íslandi en hún hafði að geyma fimmtán titla (þ.a. tvær tvöfaldar plötur) sem komu út á árunum 1992-97. Plöturnar sem kenndar voru við rave-danstónlistina upp úr 1990, höfðu þó ekki eingöngu að geyma rave-tónlist heldur danstónlist úr öllum áttum, mest þó…

Richini (11. öld)

Richini (Ríkini) var franskur munkur, uppi á 11. öld og var fenginn hingað til lands af Jóni Ögmundssyni Hólabiskupi, til að kenna prestsnemum gregorískan söng og versagjörð. Með nokkrum sanni má segja að hann sé fyrsti söngkennari Íslandssögunnar og um leið ein elsta heimild um tónlistariðkun á Íslandi. Löngu síðar (á 21. öldinni) starfaði hljómsveit…

Rídalín (2000)

Dúettinn Rídalín starfaði í Reykjavík um aldamótin og keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Sigurvin Jóhannesson tölvumaður og Árni Þór Jóhannesson tölvumaður og hljómborðsleikari skipuðu þennan dúett, þeir komust ekki áfram í úrslit tilraunanna.

Rit (1983)

Hljómsveitin Rit var starfandi haustið 1983 þegar hún var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar. Ekkert er vitað um meðlimi hennar.

RLR (1999)

Rappdúettinn RLR kom frá Selfossi og Reykjavík, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999. Dúettinn skipuðu þeir Georg K. Hilmarsson rappari og Stefán Ólafsson rappari og dj. Þeir félagar fengu verðlaun fyrir besta rappið í tilraununum en komust ekki í úrslit.

Rocket (1984-86)

Hljómsveitin Rocket (síðar Lögmenn) naut mikilla vinsælda á heimaslóðum sínum í Vík í Mýrdal og nærsveitum um og eftir miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1984 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985, þá skipuð þeim Birni Leifi Þórissyni söngvara og hljómborðsleikara, Einari B. Hróbjartssyni gítarleikara, Birni Sigurðssyni bassaleikara og Guðmundi Stefánssyni trommuleikara, sveitin…

Rocky (1987)

Hljómsveitin Rocky frá Skagaströnd var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Þar gekk sveitinni nokkuð vel, vakti nokkra athygli og komst í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Viggó Magnússon bassaleikari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Ingimar Oddsson söngvari. Árangurinn varð meðlimum sveitarinnar hvatning og endurtóku þeir leikinn næsta ár í…

Rokkgengið (1985)

Rokkgengið var samstarfsverkefni hljómsveitanna Landshornarokkara og Jelly systra, sumarið 1985. Þá fóru þessar tvær sveitir um landið og léku á sveitaböllum undir nafninu Rokkgengið.

Rokktríóið Sigurgrímur (1999)

Rokktríóið Sigurgrímur er hljómsveit starfandi 1999 og tók það árið þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út við sama tækifæri. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Róbert bangsi [1] (1973-75)

Róbert bangsi var þekkt teiknimyndapersóna úr barnatíma Ríkissjónvarpsins á áttunda áratug tuttugustu aldar. Hann birtist fyrst í sjónvarpi 1973 og tveimur árum síðar komu út þrjár plötur tengdar honum, um það leyti var hann hvað vinsælastur meðal íslenskrar æsku. Svo virðist sem útgefendurnir Ámundi Ámundason (ÁÁ records) og Jón Ólafsson og félagar í Demant hafi…

Ruth Reginalds (1965-)

Ruth (Rut) Scales Reginalds (f. 1965) er að öllum líkindum ein skærasta barnastjarna íslenskrar tónlistarsögu en um leið dapurlegt dæmi um hvernig frægð, athygli og freistingar því tengt getur leikið börn í hennar sporum. Ruth hafði búið í New York í nokkur ár sem krakki þegar hún kom heim til Íslands og flutti til Keflavíkur…

Rúnar Júlíusson (1945-2008)

Guðmundur Rúnar Júlíusson (f. 1945) er líklega einn fremsti tónlistarmaður Íslendinga í gegnum tíðina. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og á sínum yngri árum stóð val hans milli tónlistar og knattspyrnu en hann valdi fyrri kostinn og sér væntanlega ekki eftir því, hann sneri þó ekki alveg bakinu við knattspyrnuna. Það er e.t.v.…

Röddin (1984-86)

Hljómsveitin Röddin var í raun sama sveit og The Voice, sem stofnuð var 1984 en vorið 1986 breytti sveitin um nafn. Hún var þá skipuð þeim Davíð Traustasyni söngvara, Einari Bergi Ármannssyni trommuleikara, Össuri Hafþórssyni bassaleikara og Gunnari Eiríkssyni gítarleikara. Sveitin vann að fjögurra laga plötu sumarið 1986 en hún kom aldrei út, Róbert Alan…

Röðlar (1965-66)

Hljómsveitin Röðlar starfaði 1965-66 og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum, líklega úr Dölunum eða nærsveitum. Sveitin spilaði nokkuð á héraðsmótum á sumrin á vestanverðu landinu og Vestfjörðum. Halldór Fannar Ellertsson (Roof tops, Fjötrar o.fl.) var í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu hana.

Röðull [tónlistartengdur staður] (1944-76)

Skemmti- og veitingastaðurinn Röðull var um árabil einn sá vinsælasti sinnar tegundar á landinu. Röðull var opnaður á gamlárskvöld 1944 þegar áramótadansleikur knattspyrnufélagsins Fram var haldinn þar. Staðurinn var að Laugavegi 89 (gegnt Stjörnubíói) og var í fyrstu í eigu Erlends Erlendssonar en staðurinn átti eftir að skipta allmörgum sinnum um eigendur áður en yfir…

Rök (1983)

Hljómsveitin Rök var stofnuð í Garðabæ 1983, Þórhallur Gauti Sigurðsson bassaleikari var í þessari sveit, líka Arndís Halla Ásgeirsdóttir söngkona (síðar óperusöngkona), Ríkharður Örn Kristjánsson gítarleikari, Kristján Ásvaldsson trommuleikari (Bootlegs) og Siggi [?] hljómborðsleikari. Sveitin hét upphaflega The Coffins. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar þá um haustið en varð lítt ágengt þar.

Röndótta regnhlífin (1991)

Hljómsveitin Röndótta regnhlífin kom úr Borgarnesi og starfaði 1991. Þá um vorið var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum en varð að hætta við þátttöku á síðustu stundu vegna handleggsbrots annars gítarleikara sveitarinnar. Annars var sveitin þá skipuð þeim Jóni Þór Sigmundssyni gítarleikara, Sigurði Erni Guðmundssyni gítarleikara, Gunnari Ásgeiri Sigurjónssyni trommuleikara, Halldóri Inga Jónssyni bassaleikara…