![Radius[1]1](https://hraunbaer.files.wordpress.com/2015/01/radius11.jpg?w=300&h=156)
Radíus frá Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti.
Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði Arnarssyni bassaleikara, Sigurði Ómari Hreinssyni trommuleikara og Birki Huginssyni saxófónleikara.