Raddlaus rödd (1999-2000)

Raddlaus rödd

Hljómsveitin Raddlaus rödd starfaði 1999, keppti í Músíktilraunum þá um vorið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Jóhann Linnet Hafsteins bassaleikari og Ólafur Þór Ólafsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á sautjánda ári.

Sveitin keppti aftur að ári skipuð sama mannskap en náði ekki heldur í úrslit í það skiptið.