Óvana (1998-2000)

engin mynd tiltækPönksveitin Óvana starfaði árið 1998 og keppti þá í Músíktilraunum, skipuð þeim Ara Klængi Jónssyni bassaleikara, Guðmundi Þór Guðmundssyni gítarleikara, Hauki Guðmundssyni trommuleikara og Núma Snæ Gunnarssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst í úrslit tilraunanna.

Tveimur árum síðar keppti Óvana aftur í Músíktilraunum en gekk þá ekki eins vel, komst ekki áfram í lokaúrslitin. Þá höfðu orðið mannabreytingar, Ari Klængur og Númi Snær voru enn í sveitinni en Guðmundur Guðmundsson hafði tekið við trommunum af Hauki, auk þess sem Einar Ólafsson gítarleikari var nú í sveitinni.