Jah (1998 – 1999)

Jah

Jah

Jah var eins konar rafhljómsveit sem keppti í Músíktilraunum 1998 og komst reyndar í úrslit, þá var sveitin skipuð þeim Albert Snæ Guðmundssyni, Einari Johnsen og Kristjáni Sv. Kristjánssyni sem allir forrituðu og spiluðu á tölvur.

1999 tók sveitin aftur þátt og hlaut verðlaun fyrir forritun á þeim Músíktilraunum þrátt fyrir að komast ekki í úrslit.

Kristján Hafberg Kristjónsson var nýr meðlimur í sveitinni seinna árið, kom í stað Einars.

Um þetta leyti var heilmikil umræða um rafsveitirnar, hvort meðlimir þeirra sveita væru e.t.v. óþarfir uppi á sviðinu þar sem tónlistin var að miklu leyti forunnin. Jah-flokkurinn svaraði þessu með því að spila Ólsen Ólsen á sviðinu á meðan lögin hljómuðu.