Jólatónlist: einstaklingar og hljómsveitir (1952-)

Þessi flokkur hefur að geyma dægurlagageirann, einstaklinga og hljómsveitir sem gefið hafa út jólaplötur og falla ekki undir hina flokkana þrjá. Barnastjarnan Anný Ólafsdóttir varð fyrst til að syngja á sjötíu og átta snúninga plötu 1952 en 1964 kom út fyrsta breiðskífan með slíkum jólalögum, það var platan Hátíð í bæ með Hauki Morthens. Efni…

Jólatónlist: einsöngvarar og kórar (1926-)

Í þennan flokk jólaplatna raðast litlir og stórir kórar, auk einsöngvara. Þrátt fyrir að annað mætti halda hefur slíkum plötum ekki fækkað í seinni tíð enda hefur aðstaða til að taka upp kóratónlist batnað til muna á síðustu árum. Einnig hefur færst í vöxt að plötur með tónleikaupptökum séu gefnar út. Flestar plötur í þessum…

Jólatónlist: jólasafnplötur með áður útgefnu efni (1970-)

Þessi flokkur er stærstur, inniheldur safnplötur með jólalögum sem hafa komið út áður. Þessi flokkur hefur yfirleitt að geyma blönduð jólalög þótt sumar þeirra séu þematengdar, sbr. Pottþétt barnajól o.fl. Fyrsta jólaplatan sem fellur undir þessa skilgreiningu kom út á vegum SG-hljómplatna árið 1970 og bar titilinn Gleðileg jól. Efni á plötum

Jólatónlist: jólasafnplötur með nýju og óútgefnu efni (1969-)

Undir þennan flokk jólaplatna er að finna ýmsar jólaplötur þar sem útgefandi smalar saman þekktum og óþekktum tónlistarmönnum og skemmtikröftum, oft til að syngja saman á sviðsettu jólaballi. Jólasveinn kemur yfirleitt í heimsókn og barnakór er á staðnum. Þessi tegund jólaplatna er hugsuð fyrir fjölskylduna, eitthvað fyrir alla. Jólin hennar ömmu var fyrst platna í…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…

Jack star of fire (2004)

Hljómsveitin Jack star of fire var starfandi 2004 og tók þátt í Músíktilraunum það árið. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ísak Jónsson söngvari, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, Ari Birgir Ágústsson bassaleikari og Ásmundur Jóhannesson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Jah (1998-99)

Jah var eins konar rafhljómsveit sem keppti í Músíktilraunum 1998 og komst reyndar í úrslit, þá voru meðlimir sveitarinnar Kristján Sveinn Kristjánsson, Guðmundur Ásgeirsson, Einar Johnson og Albert Snær Guðmundsson sem allir forrituðu og spiluðu á tölvur. 1999 tók sveitin aftur þátt og hlaut verðlaun fyrir forritun á þeim Músíktilraunum þrátt fyrir að komast ekki…

Jakob Hafstein (1914-82)

Jakob V. Hafstein (Havsteen) (f. 1914) var með merkari mönnum 20. aldarinnar á Íslandi þótt ekki væri nema fyrir tónlistarhlutann en hann var tón- og ljóðskáld auk þess að vera afburðarsöngvari. Jakob fæddist á Akureyri en flutti ungur til Húsavíkur þar sem hann bjó til menntaskólaáranna en þá gekk hann í Menntaskólann á Akureyri. Þar kynntist…

Jakobínarína (2004-09)

Hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð haustið 2004 af ungum Hafnfirðingum, sveitin mun hafa gengið undir ýmsum nöfnum fyrst um sinn s.s. Lufthanza, Banderas, Jólasveinninn, Leppalúði o.fl. Árið eftir (2005) tók Jakobínarína þátt í Músíktilraunum og sigraði þær. Meðlimir þá voru þeir Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari (spilaði upphaflega á gítar í sveitinni), Björgvin Ingi Pétursson bassaleikari, Gunnar…

Jam ´80 (1980)

Hljómsveitin Jam ´80 var undanfari Tappa tíkarrass sem síðar varð eins konar andlit kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Sveitin sem var einhvers konar popp-pönksveit, var stofnuð 1980 af Eyþóri Arnalds (Todmobile o.fl.), Eyjólfi Jóhannssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara en tveir þeir síðast töldu áttu eftir að gera garðinn frægan með SSSól (Síðan skein sól)…

Jana (1969-70 / 2002)

Ekki fór mikið fyrir ísfirsku hljómsveitinni Jönu á sínum tíma en þeir vöktu þó nokkra athygli þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1970 og lenti þar í öðru sæti, þá hafði sveitin líklega verið starfandi í um eitt ár að minnsta kosti. Ekki finnast miklar upplýsingar um sveitina en sumarið 1969 voru…

Jazzmiðlar (1972-73)

Jazzmiðlar var djasshljómsveit starfandi um miðjan áttunda áratuginn, líklegast veturinn 1972-73 en þá var Jón Páll Bjarnason gítarleikari staddur hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Árni Scheving bassaleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Jón Páll. Sveitin gaf aldrei út plötu en upptaka með sveitinni kom út á plötunni Jazz í 30 ár…

Jómfrú Camelía (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í Reykjavík í kringum 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Hreinn Laufdal trommuleikari, Halldór Bragason gítarleikari og Guðlaugur Hjaltason söngvari og gítarleikari. Sveitin gaf út eina snælda í fimmtíu eintökum en afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þá útgáfu. Efni á plötum

Jón [1] (1970-71)

Hljómsveit Jón var stofnuð síðsumars 1970 af tvíburunum Lárusi og Hirti Blöndal, í sveitinni voru áðurnefndir Lárus Blöndal gítarleikari og Hjörtur Blöndal söngvari en að auki voru þeir Bogi Gunnlaugsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson trommuleikari í henni. Sveitin varð skammlíf, starfaði fram yfir áramótin 1970-71 en lagði þá upp laupana. Þá hafði hún eingöngu leikið…

Jón [2] (2006-08)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi 2006 og líklega ennþá 2008. Hverjir skipuðu hana er þó ekki vitað, eða hvar hún starfaði.

Jón Árnason frá Syðri-Á (1928-2004)

Jón Árnason frá Syðri-Á í Ólafsfirði (f. 1928) var kunnur harmonikkuleikari og tónlistarfrömuður og hefur nafni hans verið haldið á lofti á heimaslóðum. Jón hóf að leika á harmonikku aðeins tólf ára gamall og var sjálfmenntaður í þeirri grein. Hann lék ungur á böllum í sinni sveit og einnig síðar með hljómsveitum, t.d. mun hann eitthvað…

Jón Múli Árnason (1921-2002)

Líklega eru fá nöfn jafn samtvinnuð Ríkisútvarpinu og nafn Jóns Múla Árnasonar þular. Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir þularhlutverk sitt kom Jón Múli (f. 1921) þó með margs konar hætti að tónlist. Hann nam hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945-46 og lærði einnig söng hjá Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara 1951 og 52. Jón…

Jón Rafn Bjarnason (1961-)

Hafnfirðingurinn Jón Rafn Bjarnason (f. 1961) var nokkuð áberandi í íslenskri tónlist á níunda áratug tuttugustu aldarinnar en hefur reyndar verið lítt áberandi síðan. Strax á unglingsárum kom hann við sögu hafnfirskra hljómsveita, t.a.m. hljómsveitarinnar LagEr og Skólahljómsveitar Flensborgarskóla (í kringum 1980) og hann var einmitt í þeim skóla þegar hann vann tónlistina við stuttmyndina…

Jónas [1] (1985)

Hljómsveitin Jónas úr Hveragerði tók þátt í Músíktilraunum 1985 en meðlimir hennar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Nonni og mannarnir, Á móti sól o.fl.), Ágúst Jóhannsson bassaleikari, Magnús Snorrason söngvari og gítarleikari og Birgir Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar en varð líkast til skammlíf. Sveit með þessu nafni var starfandi í Árnessýslu 1988 en…

Jónatan (1990-91)

Hljómsveitin Jónatan úr Sandgerði og Njarðvík starfaði a.m.k. 1990 og 91 og keppti um vorið 1991 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur B. Clausen bassaleikari, Þórður Jónsson trommuleikari, Kristinn Hallur Einarsson hljómborðsleikari og Inga Rósa Þórarinsdóttir söngkona. Þó svo að sveitin kæmist ekki í úrslit keppninnar var Ólafur Þór…

Júnísvítan (1970)

Hljómsveitin Júnísvítan var starfrækt á Hellissandi í kringum 1970. Ingvi Þór Kormáksson var í henni og lék á orgel en aðrir meðlimir voru Alfreð Almarsson gítarleikari, Ingibergur Kristinsson trommuleikari, Sigurður Höskuldsson gítarleikari og Hermann Breiðfjörð bassaleikari. Sigurður Elingbergsson tók síðan við af Hermanni. Hljómsveitin Intermezzo þróaðist síðan út frá þessari sveit. Ekki liggja fyrir frekari…

Júrtblá (1999)

Hljómsveitin Júrtblá keppti árið 1999 í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin við í Keflavík. Sveitin átti lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem kom út í tengslum við hana. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.