Jam ´80 (1980)

Jam 80

Jam ´80

Hljómsveitin Jam ´80 var undanfari Tappa tíkarrass sem síðar varð eins konar andlit kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Sveitin sem var einhvers konar popp-pönksveit, var stofnuð 1980 af Eyþóri Arnalds (Todmobile o.fl.), Eyjólfi Jóhannssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara en tveir þeir síðast töldu áttu eftir að gera garðinn frægan með SSSól (Síðan skein sól) og fleiri sveitum. Björk Guðmundsdóttur söngvari og Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari komu síðan úr Exodus og þá var sveitin fullsköpuð.

Jam ´80 var í raun einungis tímabundið verkefni en samstarfið ílengdist og varð sem fyrr segir að Tappa tíkarrass, það var vorið 1981.