Jónatan (1990-91)

engin mynd tiltækHljómsveitin Jónatan úr Sandgerði og Njarðvík starfaði a.m.k. 1990 og 91 og keppti um vorið 1991 í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur B. Clausen bassaleikari, Þórður Jónsson trommuleikari, Kristinn Hallur Einarsson hljómborðsleikari og Inga Rósa Þórarinsdóttir söngkona.

Þó svo að sveitin kæmist ekki í úrslit keppninnar var Ólafur Þór kjörinn besti gítarleikari Músíktilraunanna það árið. Líklega varð sveitin ekki langlíf.