
Nerðir
Nerðir var skammlíf sveit úr Sandgerði sem starfaði 1992.
Sveitin spilaði grunge rokk og meðlimir hennar voru Viggó Maríasson, Smári Guðmundsson, Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson og Pálmar Guðmundsson. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan Njarða.