Icecross records [útgáfufyrirtæki] (1972-)

Axel Einarsson hefur starfrækt útgáfufyrirtækið Icecross records síðan 1972 er breiðskífa samnefndrar hljómsveitar kom út. Jón Einarsson stóð að útgáfunni með Axeli. Fyrirtækið gaf út fáeinar plötur á áttunda áratugnum, Icecross platan kom fyrst út sem fyrr segir en síðan komu út plata með Axeli sjálfum, auk tveggja platna Deildarbungubræðra. Plata Icecross var endurútgefin 2013…

Icecross [2] (1974-75)

Axel Einarsson hafði starfrækt við þriðja mann hljómsveitina Icecross 1972-73. Ári síðar hafði hin hálf íslenska söngkona Shady Owens (Hljómar, Trúbrot o.fl.) samband við hann til að bjóða honum gítarleikarastarf en hún söng þá með hljómsveitinni Pegasus í Georgiu í Bandaríkjunum, og gítarleikari sveitarinnar hafði hætt. Axel fór því vestur um haf og byrjaði í…

Icecross [1] – Efni á plötum

Icecross [1] – Icecross 1. LP Útgefandi: Icecross records Útgáfunúmer: IC 534 753 Ár: 1973 / 2013 [sjá einnig NL002, 1996 / DDR 519, 2001 og 2002 / ROCK051-V-2, 2013 / ROCK052-V-1, 2013 / TT 026, [ártal ókunnugt] /DDR 519, [ártal ókunnugt]] 1. Solution 2. A sad man‘s story 3. Jesus freaks 4. Wandering around…

Icecross [1] (1972-73)

Tríóið Icecross hefur í gegnum tíðina smám saman fengið á sig goðsagnakenndan blæ fyrir það eitt að eina plata sveitarinnar hefur gengið kaupum og sölum milli plötusafnara dýru verði, sveitin náði þó aldrei neinum sérstökum vinsældum þann tíma sem hún starfaði. Það voru þeir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari sem stofnuðu…

I am round (1990)

Allar upplýsingar um hljómsveitina I am round, sem átti tvö lög á safnsnældunni Strump árið 1990, eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

The Icelandic choral society (1926-31 / 1936)

Meðal Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi blandaður kór um nokkurra ára skeið. Kórinn sem hlaut nafnið The Icelandic choral society var stofnaður um haustuð 1926 en hóf ekki æfingar fyrr en í janúar 1927, þá undir stjórn Halldórs Þórólfssonar. Þetta var sextíu manna blandaður kór sem söng mestmegnis íslensk lög en Björg Ísfeld…

Icelandic centennial children’s choir (1974-76)

Icelandic centennial children‘s choir var barnakór sem settur var á laggirnar í tilefni af hundrað ára afmæli Íslendingabyggðar í Vesturheimi. Kórinn var stofnaður haustið 1974 og var Elma Ingibjorg Gíslason stjórnandi hans en kórinn samanstóð af sjötíu og fimm börnum á aldrinum átta til sextán ára. Kórinn kom fram í nokkur skipti á árunum 1975…

The Icelandic all stars – Efni á plötum

The Icelandic all stars and Helena Eyjólfsdóttir – Bewitched / But not for me [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1003 Ár: 1959 1. Bewitched 2. But not for me Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir söngur, Icelandic All star: – Finnur Eydal – bassa klarinett – Andrés Ingólfsson – tenórsaxófónn – Jón Sigurðsson – trompet – Guðjón Ingi Sigurðsson…

The Icelandic all stars (1958)

Hljómsveit sem kölluð var The Icelandic all stars var sett saman fyrir eina plötuupptöku árið 1958. Sveitin var því aldrei starfandi en skipuð úrvali hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Meðlimir The Icelandic all stars voru Finnur Eydal klarinettuleikari, Andrés Ingólfsson tenórsaxófónleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Guðjón Ingi Sigurðsson trommuleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Jón Sigurðsson…

Iceland seafunk corporation (1982-84)

Fusion sveitin Iceland seafunk corporation (ISC) skemmti bræðingsþyrstum áheyrendum um tveggja ára skeið en náði þó ekki að gefa út efni á plötu. Sveitin var stofnuð haustið 1982 og gekk fyrstu vikurnar undir nafninu Friðbjörn og fiskiflugurnar. Meðlimir hennar í byrjun voru Styrmir Sigurðarson hljómborðsleikari, Lárus Árni Wöhler bassaleikari, Óskar Sturluson gítarleikari og Þorsteinn Gunnarsson…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Iceband (1975-76)

Hljómsveitin Iceband var sett saman sérstaklega fyrir uppákomur tengdar lagasmíðum Alberts R. Aðalsteinssonar (Alberts Icefield) sem þá hugði að sólóplötuútgáfu. Sú plata kom reyndar aldrei út. Sveitin hélt nokkra tónleika veturinn 1975-76 en henni var aldrei ætlað að starfa til langframa. Meðlimir Iceband voru Tómas M. Tómasson bassaleikari, Birgir Hrafnsson gítarleikari og Sigurður Karlsson trommuleikari…

Icetone 4 2 (1995-96)

Gítardúettinn Icetone 4 2 fór víða um landið með tónleikadagskrá sína veturinn 1995-96. Það voru þeir Símon H. Ívarsson og Michael Hillenstedt gítarleikarar sem skipuðu dúettinn en sá síðarnefndi var Þjóðverji sem bjó hér á landi og starfaði um nokkurra ára skeið. Icetone 4 2 flutti blandaða dagskrá á tónleikum sínum sem hafði að geyma…

Afmælisbörn 29. október 2016

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…

Afmælisbörn 28. október 2016

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sextíu og níu ára gamall. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem hann hefur…

Vök með nýja smáskífu

Hljómsveitin Vök sendir á morgun sér nýja smáskífu sem ber heitið Show Me. Lagið er það fyrsta sem þau gera með Breska upptökustjóranum Brett Cox (Jack Garratt, Tusks) sem hefur verið að vinna með þeim að þeirra fyrstu breiðskífu en hún mun líta dagsins ljós snemma á næsta ári. Vök kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni…

Afmælisbörn 27. október 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Afmælisbörn 26. október 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sextíu og fimm ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2016

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Ingibjörg Þorbergs tónlistarkona er áttatíu og níu ára gömul í dag. Ingibjörg kom snemma að tónlist, hún söng t.d. í barnakórnum Sólskinsdeildinni og söng einsöng með honum einhverju sinni. Hún lærði síðan á gítar og píanó, lauk tónmenntakennaraprófi og varð fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi á klarinettu. Ingibjörg söng fjölmörg…

Afmælisbörn 24. október 2016

Í dag er afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék jafnframt…

Illur heimur – ný plata Dölla komin út

Tónlistarmaðurinn Dölli hefur nú sent frá sér nýja plötu á rafrænu formi en hún ber heitið „Illur heimur“. Það er Syntadelia records sem hefur veg og vanda af útgáfunni en platan kom út á föstudaginn, hún verður síðan komin á Spotify og fleiri streymisveitur fljótlega. Með útgáfu plötunnar, sem inniheldur fimmtán óþægilegar heimsósómaádeilur, vill Dölli…

Afmælisbörn 23. október 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Hjörleifur Jónsson tenórsöngvari er níutíu og þriggja ára. Þótt Jón hafi gegnt ýmsum tónlistartengdum störfum í gegnum tíðina, t.d. sem stjórnandi Karlakórs Akureyrar og Kirkjukórs Hveragerðis og Kotstrandarsókna þá var hann orðinn áttræður þegar út kom plata með söng hans en það voru vinir og…

Afmælisbörn 22. október 2016

Tveir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og tveggja ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Bjössi Thor, Robben Ford og Anna í beinni á Rás 2

Eins og kunnugt verða tónleikar með Bjössa Thor, Robben Ford og Önnu Þuríði Sigurðardóttur í Háskólabíói annað kvöld, laugardagskvöldið 22. október. Þeir félagar, Robben Ford og Bjössi Thor verða í beinni í Popplandi á Rás 2 nú fyrir hádegi. Við það tækifæri verður Gyllta gítarnöglin afhent, gítarverðlaun Bjössa Thor, en á síðustu árum hafa snillingar á borð…

Afmælisbörn 21. október 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 20. október 2016

Afmælisbörn dagsins í dag eru þrjú: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Næturþel (1983)

Næturþel var skammlíf sveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983. Meðal meðlima Næturþels voru Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaptason en ekki finnast frekari upplýsingar um mannaskipan sveitarinnar eða á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku.

Næturgalarnir frá Venus (1986)

Hljómsveit sem hét því sérstaka nafni Næturgalarnir frá Venus starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1986. Meðlimir sveitarinnar voru flestir vel þekktir tónlistarmenn, Helgi Björnsson söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði urðu þó þær mannabreytingar að…

Nýja kompaníið (1980-83)

Djassbandið Nýja kompaníið vakti þó nokkra athygli á sínum tíma og þegar sveitin gaf út plötu varð hún fyrst sveita hérlendis til að gefa út plötu sem hafði að geyma frumsamda djasstónlist. Nýja kompaníið var í rauninni stofnað sumarið 1980 í Kaupmannahöfn en þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari sem voru…

Nýja bandið [3] (1989-90)

Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp…

Nýja bandið [2] (1983-84)

Hljómsveitin Nýja bandið starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1983-84. Sveitin lék líklega eingöngu í Eyjum en meðlimir hennar voru Óskar Kjartansson gítarleikari, Einar „Klink“ Sigurfinnsson söngvari, Eðvald Eyjólfsson trommuleikari, Jóhannes Ágúst Stefánsson (Gústi) hljómborðsleikari og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og bassaleikari.

Nýja kompaníið – Efni á plötum

Nýja kompaníið – Kvölda tekur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 032 Ár: 1982 1. Kvölda tekur 2. Grátandi kem ég nú, Guð minn til þín 3. Blúsinn hans Jóns míns 4. Stolin stef 5. Nóg fyrir þetta kaup 6. G.O. (tileinkað minningu Gunnars Ormslev) 7. Frýgískt frumlag 8. Dögun Flytjendur: Jóhann G. Jóhannsson – píanó Tómas…

Næturgalar [1] (1967-72)

Erfitt hefur reynst að vinna úr heimildum um hljómsveitina Næturgala, á hvaða tímaskeiði/um hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hvort um eina eða fleiri skyldar eða óskyldar hljómsveitir sé um að ræða. Hér hefur umfjöllun um Næturgalana því verið skipt í tvennt út frá huglægu mati Glatkistunnar en frekari ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar,…

Nýtt úr skemmtanalífinu [fjölmiðill] (1959)

Tímaritið Nýtt úr skemmtanalífinu var gefið út haustið 1959 en tvö tölublöð (sem hvort um sig hafði að geyma sextán síður) litu dagsins ljós áður en útgáfu þess var hætt. Það voru þeir Ragnar Tómasson og Ingibjartur V. Jónsson sem stóðu að útgáfu tímaritsins en sá síðarnefndi annaðist ritstjórn þess. Blaðið var eitt hið fyrsta…

Nýrækt (1972)

Litlar sögur fara af hljómsveitinni Nýrækt sem var starfandi sumarið 1972. Sveitin var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina það árið og leiða má því líkum að því að hún hafi verið skipuð meðlimum á táningsaldri. Allar upplýsingar um hljómsveitina Nýrækt eru vel þegnar.

Nýmjólk (1982)

Allar tiltækar upplýsingar um hljómsveitina Nýmjólk væru vel þegnar. Nýmjólk var bílskúrssveit og starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1982 en þá er allt upp talið sem vitað er um sveitina.

Næturgalar [3] (1989-2000)

Sönghópurinn Næturgalar var starfræktur á Hvammstanga um árabil. 1999 hafði hópurinn starfað í tíu ár en ekki er ljóst hversu lengi þeir störfuðu eftir það, allavega þó til ársins 2000. Meðlimir Næturgala voru Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson og Þorbjörn Gíslason.  

Afmælisbörn 19. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og sjö ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Bjössi Thor, Robben Ford og Anna í Háskólabíói

Robben Ford sló eftirminnilega í gegn í Háskólabíói á síðasta ári og hann mætir aftur í gítarpartýið hans Bjössa Thor, nú með eigin hljómsveit sem er skipuð eintómum snillingum. Tónleikarnir verða í Háskólabíó laugardagskvöldið 22. október klukkan 20. Björn og Robben unnu heilmikið saman síðasta ár og nú er komin út plata sem markar straumhvörf í…

Afmælisbörn 18. október 2016

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og…

Afmælisbörn 17. október 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla…

Afmælisbörn 16. október 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er tuttugu og sex ára í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and…

Afmælisbörn 15. október 2016

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er sjötíu og níu ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar er aðeins eitt í dag: Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari frá Siglufirði (1861-1938) átti afmæli þennan dag. Bjarni var þekktur fyrir þjóðlagasafn sitt en hann safnaði íslenskum þjóðlögum um tuttugu fimm ára skeið og gaf út undir nafninu Íslenzk þjóðlög árið 1905. Um var að ræða þúsund blaðsíðna rit sem hafði að geyma um fimm…

Afmælisbörn 13. október 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Afmælisbörn 12. október 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Atlantic kvartettinn – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson [ásamt Atlantic kvartettnum] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1000 Ár: 1958 1. Manstu ekki vinur 2. Ó nei 3. Enn á ný 4. Ég á mér draum Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Óðinn Valdimarsson – söngur Atlantic kvartettinn: – Ingimar Eydal – harmonikka, píanó og raddir – Finnur Eydal – baritón…

Nóva tríóið (1964-65)

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65. Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Haukdal gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng…

Nos (1983)

Allar upplýsingar um hljómsveitina NOS, sem starfaði í ársbyrjun 1983, eru vel þegnar. Ekki liggur fyrir hvort orðið NOS stóð fyrir skammstöfun.

Nornaseiður (1998)

Djassbandið Nornaseiður var sett saman fyrir eina uppákomu á vegum Jazzklúbbs Akureyrar sumarið 1998 en tilefnið var að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að Miles Davis sendi frá sér plötuna Bitches brew. Meðlimir Nornaseiðs voru Hilmar Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Ólafur Björn…