Icecross records [útgáfufyrirtæki] (1972-)
Axel Einarsson hefur starfrækt útgáfufyrirtækið Icecross records síðan 1972 er breiðskífa samnefndrar hljómsveitar kom út. Jón Einarsson stóð að útgáfunni með Axeli. Fyrirtækið gaf út fáeinar plötur á áttunda áratugnum, Icecross platan kom fyrst út sem fyrr segir en síðan komu út plata með Axeli sjálfum, auk tveggja platna Deildarbungubræðra. Plata Icecross var endurútgefin 2013…