Nóva tríóið (1964-65)

nova-trio

Nóva tríóið og Sigrún Jónsdóttir

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65.

Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Haukdal gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng með tríóinu í eitt skipti að minnsta kosti.

Svo virðist sem sveit með sama nafni hafi verið starfandi ári fyrr (1963) en engar upplýsingar finnast um þá sveit aðrar en að Jón Möller var viðloðandi hana. Ekki liggur því fyrir hvort um sömu sveit var að ræða.