Atlantic kvartettinn – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson [ásamt Atlantic kvartettnum] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1000 Ár: 1958 1. Manstu ekki vinur 2. Ó nei 3. Enn á ný 4. Ég á mér draum Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Óðinn Valdimarsson – söngur Atlantic kvartettinn: – Ingimar Eydal – harmonikka, píanó og raddir – Finnur Eydal – baritón…

Nóva tríóið (1964-65)

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65. Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Haukdal gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng…

Nos (1983)

Allar upplýsingar um hljómsveitina NOS, sem starfaði í ársbyrjun 1983, eru vel þegnar. Ekki liggur fyrir hvort orðið NOS stóð fyrir skammstöfun.

Nornaseiður (1998)

Djassbandið Nornaseiður var sett saman fyrir eina uppákomu á vegum Jazzklúbbs Akureyrar sumarið 1998 en tilefnið var að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að Miles Davis sendi frá sér plötuna Bitches brew. Meðlimir Nornaseiðs voru Hilmar Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Ólafur Björn…

Norðurljós [1] (1980)

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru…

Nýja bandið [1] (1935-39)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Nýja bandið og starfaði á árunum 1935-39, með hléí. Nýja bandið, sem mun hafa innihaldið frá fimm og upp í sjö meðlimi, lék framan af mest í K.R. húsinu en síðar í Iðnó, svo virðist sem Tage Möller píanóleikari hafi verið hljómsveitarstjóri…

Ný augu (1986)

Hljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986. Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.…

Nútíð [2] [fjölmiðill] (1971)

Táningablaðið Nútíð kom út í fáein skipti árið 1971 og fjallaði að nokkru leyti um tónlist. Fyrsta tölublað Nútíðarinnar kom út vorið 1971 og var ritstjóri blaðsins Stefán Halldórsson, aðrir sem komu að útgáfu þess voru Kristinn Benediktsson og Sveinbjörn Sævar Ragnarsson. Tímaritinu var ætlað að fjalla um ýmis áhugamál íslenskra táninga, þ.á.m. tónlist og…

Númi Þorbergs (1911-99)

Númi Þorbergs (Númi Þorbergsson) var á árum áður einn kunnasti dægurlagatextahöfundur íslenskrar tónlistarsögu en margir textar hans eru enn vel kunnir í dag. Númi fæddist (1911) og ólst upp í Stafholtstungum en bjó þó lungann úr ævinni í Reykjavík við ýmis störf. Fæst þeirra voru tónlistartengd en hann var þó lengi dansstjóri á skemmtistöðum. Númi…

Nunnurnar (1975-76)

Söngtríóið Nunnurnar starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og kom reglulega fram á skemmtistöðum bæjarins. Nunnurnar þrjár voru Drífa Kristjánsdóttir, Janis Carol og Helga Steinsson en þær voru allar þjóðþekktar söngkonur hér á landi. Til stóð að Svavar Gests gæfi út plötu með þeim söngkonum en úr þeim fyrirætlunum varð aldrei, hins vegar komu…

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…

Afmælisbörn 11. október 2016

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og átta ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…